Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Page 145

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Page 145
öllum færi á að slást í förina og skoða land sitt glöggum gestsaugum þessa skáldjöfurs, eins og það var fyrir alda- hvörfin, er enn og verður. Túlkur skáldsins í þessari ferð er hinn fjölhæfi listamaður Magnús A. Árnason, vel mæltur á tungurnar tvær. Málfar hans er einfalt og alþýðlegt tal- mál, víða augljósir hnökrar, en hvergi af tilgerð né áreynslu, heldur af gáleysi þess, sem vinnur sér létt, — en einmitt þetta áreynsluleysi bregður þokka yfir þýðingu hans. Eg ætla ekki að reyna til að ritdæma þetta verk né fara um höfund þess fleiri orðum. En ég hef haft yndi af sam- fylgdinni við hann þessar 260 blaðsíð- ur, sem fyrst og fremst eru dýrðaróður um íslenzka náttúru og lýsa sjálfar sínu. En reiðin yfir Tröllaháls sunnudaginn 13. ágúst 71 gemr sýnt, hvað sá á í vændum, sem fyllir nú hópinn í þriðju ferð hans um Island: „Alltaf hvessti meir og meir af suð- vestri. Yfir höfðum okkar yar bjart og sólríkt, en það ýrði á okkur úr þokunni á fjöllunum. Út úr þessum litia dal komum við á breiða sléttu með háum og bröttum fjöllum á þrjár hliðar, en mjóum firði, þar sem dagsbirtan naut sín ekki, á þá fjórðu. Fjörðurinn var ná- lægt okkur á hægri hönd. En hinum megin fjarðarins risu háar hæðir með svörmm skriðum og grænum geirum, og lítill bær stóð við sjóinn, og fyrir ofan hann voru kindur á beit í bröttum hiíðunum. Þegar við komum upp á hæðirnar, vorum við aðeins við rætur fjallsins. Þessi fjöll virmst halda áfram langar leiðir frá firðinum og lykja um langan dal gegnt okkur, og rísa síðan enn hærra upp í hræðilega þyrpingu villtra forma, keilur og tinda og ókleif- ar syllur, en frá þeim falla háar vatns- Umsagnir um bcekur bunur og þar eru sólarlausar holur full- ar af snjó, en þoka leið hjá og ýrði í andlit okkar. Frá þessum fjöllum gengu svo önnur lægri í átt til okkar, en viku um tvær mílur fyrir breiðri sléttunni, þar sem við vorum nú staddir. Yfir öxl þeirra sáum við furðulega lagaðan tind langt í burm. Það voru tveir eða þrír bæir við ræmr þessara lægri hlíða; en á einum þeirra var Eiríki sagt til vegar. Við riðum svo inn fyrir fjarðarbotninn upp eftir langa dalnum, sem áður er nefndur, og fengum ofsaveður beint í fangið. Ljós mölin í árfarveginum er við riðum eftir, fauk undan fómm hest- anna. Það skóf af hverju vatni sem við fórum framhjá. Og hvað okkur snerti komust hestarnir smndum ekki áfram og ég hélt bókstaflega að ég fyki af baki. Skýin héngu alltaf á fjallatindun- um, og sólin skein skært yfir höfðum okkar. Við héldum áfram þar til við vorum komnir inn í dalbotninn, en þá snerum við út með sjónum, fórum upp bratta brekku og upp í skarð, en gata liðaðist yfir hengiflugi með miklum blá- grýtisklettum á báðar hliðar. Við klöngruðumst þarna upp í blendingi af rigningu og sólskini. Einu sinni eða tvisvar leit ég til baka til dalsins og sá að regnslæður liðu einnig yfir hann í sólskininu. Það virtist vera djúpur dal- ur langt fyrir neðan okkur. Það var undraverð sjón að sjá þessi hræðilegu fjöll framundan. Allan tímann meðan við vorum á ferðinni gnauðaði stormur- inn kringum okkur, hvein í hryggjunum og klettanípunum og lét eins hátt og stöðugar þmmur. Það var undarlegt og afar spennandi. Eg stakk svipunni minni í annað stígvélið og tróð hatti mínum í hitt og hélt mér í faxið, unz við að lokum komum fram á brún skarðsins, og litum niður í hinn dalinn og sáum 383
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.