Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Page 146
FORM OG ÁFORM1
Tímarit Máls og menningar
fjölda tinda og kletta við mynni hans.
Það var svo btatt niður í hann, að við
urðum að fara af baki og teyma hest-
ana. Vindinn lægði nú heldur og við
gátum hvílt okkur í laut fyrir neðan
brekkuna. Skýin og fjöllin að baki okk-
ar höfðu verið dökk og ógnandi, en
nú er við héldum áfram virtust þau
hjaðna fyrir augum okkar, og sólin
skein guðdómlega, en þegar við vorum
komnir út á flatlendið í dalnum, var
vindurinn eins hvass og nokkru sinni
fyrr, en nú stóð hann í bakið, og þar
voru einnig hin dökku ský er sendu
okkur léttar skúrir. I þessum dal voru
hæðirnar á báða bóga lægri en í hinum
dalnum (Hraunsfirði). Hæðirnar til
hægri voru þeirrar tegundar er kalla
mætti ruslhauga, gular að lit. Framund-
an okkur lá botn Kolgrafafjarðar, og
við mynni hans var nes með gulum
malarásum. Fjörðurinn var ákaflega
dökkblár með hvítum öldutoppum, en
af þeim blés úðaregni eins og salti væri
kastað í vindinn. Á leiðinni sáum við
byrjun á regnboga, sem lá yfir firðinum
og malarásunum. Hann lýstist og varð
síðan mjög bjartur, unz tveir aðrir
mynduðust á bak við hann. Það var
hvorki stór né háreistur bogi, heldur
flatt baugbrot. Hann lá nú yfir lægri
hlíðum hæðanna og virtist færast með
okkur þar sem við riðum eftir strönd
fjarðarins, unz hann loddi við yzta höfð-
ann og að hálfu leyti yfir sjónum. Þetta
var ekki í síðasta sinni að við sáum
regnbogabrot á íslandi, en þar sáum við
einnig hina venjulegu tegund. Eg veit
ekki hversvegna þeir mynduðust þann-
Þorsteinn Valdimarsson.
Undir lok síðasta áratugar spurðist
hingað upp, að á helsta markaði Islands
fyrir fryst fiskflök, Bandaríkjunum, yrði
innan skamms hert á kröfum um hrein-
læti við vinnslu fiskafurða. Sjávarút-
vegsráðuneytið skipaði af því tilefni
nefnd til að athuga hreinlæti í íslensk-
um frystihúsum. Nefndin samdi leið-
beiningar, „Handbók fyrir frystihús -
Hreinlætis- og hollustuhættir", sem
birtar voru í nóvember 1970. Með til-
iiti til þeirra tóku samtök frystihúsanna
saman tillögur um úrbætur, sem sendar
munu hafa verið frystihúsunum í des-
ember 1971.
Fimm mánuðum áður en hér er kom-
ið sögu eða sumarið 1971, hafði síðari
vinstri stjórnin verið mynduð. I mál-
efnasamningi sínum hafði hún heitið
að hlúa eftir föngum að undirstöðuat-
vinnuvegum og hefja gerð áætlana um
efnahagslega uppbyggingu. Að nokkru
leyti í því skyni setti hún lögin um
Framkvæmdastofnun ríkisins. Fáeinum
vikum eftir að Framkvæmdastofnunin
tók til starfa eða seint í janúar 1972,
ráðguðust forráðamenn stofnunarinnar
við ráðherrana um verkefni hennar, en
„ríkisstjórnin óskaði eftir því, að hrað-
frystihúsaáætlun hefði forgang ásamt
skuttogaraáætlun meðal áætlanaverkefna
stofnunarinnar" (bls. 7).
Um samningu áætlunarinnar um end-
urbætur og stækkun hraðfrystihúsa
hafði Framkvæmdastofnun ríkisins sam-
ráð við aðila, sem hlut áttu að máli.
Hún átti 21. mars 1972 fund með Fisk-
1 Framkvæmdastofnun ríkisins, Hrað-
frystihúsaácetlun 1971-1976, Reykja-
vik 1974.
384