Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Side 153

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Side 153
Eftirmáli: um áþarfar bcekur naumast er hægt að gera þvílíka aðferð að reglu eða að grundvelli þýðingaáætl- unar.“ An efa er nauðsynlegra fyrir oss Islendinga en flestar þjóðir að leggja rækt við þýðingaútgáfu, en hætt er við að ekki muni takast að gera þýðingaútgáfu að frum- geranda í þeirri viðleitni að bæta íslenzka bókaútgáfu í heild; langlíklegast er að fjölbreytni og gæði þýðingaútgáfu verði að minnsta kosti aldrei meiri en það sem gengur og gerist í hinni alinnlendu útgáfustarfsemi. í þessu sambandi er líka rétt að muna að íslenzkt menntalíf er íslenzkt, en ekki brezkt, eða skandínavískt, eða þýzkt, eða franskt, og reyndar ekki einusinni bandarískt. Það er alkunna um allan búskap og iðnað (og raunar næstum því alla starfsemi) að tækin hafa á síðustu tímum smámsaman verið að taka ráðin af framleiðend- unum. Tækin verða margbrotnari og fullkomnari og hraðvirkari og að sama skapi dýrari, og fljótari að úreldast. Sá sem ekki hefur nýjustu tæki getur ekki staðið sig í samkeppninni. Þetta þýðir að sífellt þarf að vera að ausa fjármagni í tækin, og framleiða og selja meira og meira og hraðar og hraðar til að skapa það fjár- magn. Það virðist einatt vera aukaatriði hvort framleiðslumagnið er í hlutfalli við þarfir kaupendanna hvað þá heldur í hlutfalli við hráefnið sem fyrir hendi er. Nú er það gömul og ný saga að það er fánýtt úrræði að mölva ný verkfæri sér til varnar; fremur virðist ráðlegt að reyna að aftra því að hin nýju verkfæri geri skaða. Ný tækni hefur brotið sér leið inn í íslenzkan bókaiðnað, þó aðeins hægt og hægt, og áreiðanlega ekki fyrir kröfu hefðbundinnar bókaútgáfu, heldur fyrst og fremst til að þjóna hinum hagnýtu þörfum nútímaþjóðfélags. En þessi þróun mun halda áfram; leifar hinnar gömlu tækni í íslenzkum bókaiðnaði eru að ganga sér til húðar. En ef það er rétt að hin nýja tækni útheimti mikið fjármagn, sem ekki er ástæða til að efa, þá er þjóðleg bókaútgáfa að vísu í nokkurri hættu. Mikið fjármagn út- heimtir stóran markað, sem bókaútgáfa á íslandi getur nú einusinni ekki átt von á. Stórfjármagni hefur verið beitt við bókaútgáfu í heiminum síðustu áratugi, bókaútgáfa verið gerð að stóriðju. Ahrifin af þessari þróun hafa orðið margvísleg og ekki staður til að rekja þau hér. Aðeins skal bent á að þessi alþjóðlega stóriðja hefur þegar haft nokkur bein áhrif á íslenzka bókaútgáfu. Annarsvegar koma þau fram í „samvinnuútgáfum" ýmissa rita, mestmegnis fræðirita, bóka sem eru ætlaðar „öllum og engum“; íslenzki útgefandinn lætur þýða textann og setja hann á filmu, en bókin, mjög myndskreytt, er að öllu öðru leyti framleidd erlendis, prentuð sam- tímis í tugþúsunda upplagi fyrir ýmsar þjóðir. Hinsvegar eru barnabækur, fram- leiddar á sama hátt, en þar sem í fyrra tilfellinu er aðeins um að ræða bók og bók á stangli, má segja að hér hafi „samvinnuútgáfan" gjörsamlega útrýmt alinnlendri framleiðslu á heilum flokki bóka, þ. e. a. s. bóka fyrir ung börn. Innlend útgáfa slíkra bóka er ekki arðbær, stenzt ekki samkeppnina við stóriðjuna. Það fer ekki hjá því að alþjóðlegar tilhneigingar í bókaútgáfu hljóta að hafa áhrif einnig hjá oss, þó ekki væri af öðru en því að tæknin er alþjóðleg og fjár- magnið og notkunarreglur þess eru alþjóðleg. Auðvitað skynja íslenzkir bókaútgef- 391
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.