Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Page 154

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Page 154
Tímarit Máls og menningar endur að starfsemi þeirra er í hættu af þessum sökum, og er það væntanlega höfuð- orsök þess að „vandi íslenzkrar bókaútgáfu" er orðinn stöðugt dagskrármál. Ein alvarlegasta afleiðing þess að tækin og veltuþörfin taka völdin af bókaútgef- endum kemur fram í vaxandi fábreytni, og í nauðsyninni að forðast áhættu. Frelsis- sviptingu útgefenda má marka af því að fyrir fjörutíu árum gat útgefandi gefið út bók nokkurn veginn áhyggjulaus ef hann átti von á 700 kaupendum. Nú í dag mundi hann naumast hætta fé sínu ef hann vonaðist ekki til að selja 1500 eintök, nema þvi aðeins að bókin væri kver eitt og mjög ódýr í framleiðslu. Einn og einn maður er þegar farinn að gera því skóna að brátt muni koma að því að íslenzk bókaútgáfa líði undir lok, eða verði að öðrum kosti gerð að ríkisfyrirtæki eins og aðrir atvinnuvegir. Eg hygg að það væri ekki tilhlökkunarefni ef bókmenntirnar yrðu að stjórnardeild og rithöfundarnir að ríkisstarfsmönnum. Einhvernveginn finnst mér að „frjáls samkeppni" sé þrátt fyrir allt heppilegra rekstrarfyrirkomulag á þessu sviði en ríkisstofnun. Ég drap á það í byrjun að hugtakið „óþörf bók“ kynni að orka nokkurs tvímælis. T.g sé nú að ég hef verið heldur reikull í orðavali þegar ég lief rætt um andstæðu þessa hugtaks: „þarfar bækur“, „þarflegar bækur“, „gagnlegar bækur“, og ég hef ekki einusinni minnzt á „nauðsynlegar bækur“. Þegar betur er að gáð er auðséð að þó-nokkur stigsmunur og jafnvel eðlismunur er á þessum orðum, og hægt að nota þau eða misnota á ólíkan hátt. Stjórnmálaforingi til dæmis eða heittrúar- maður mundi leggja ákveðinn og afmarkaðan skilning í hugtakið „gagnlegar bæk- ur“ andstætt hugtakinu „ónýtar bækur“, — annan skilning en hinn almenni les- andi, og er heiðarlegum útgefanda ekki skylt að taka neitt mið af þeim sérlega skilningi. Aftur á móti getur verið að Eliot, þegar hann talaði um sína óþörfu bók, hafi verið í vafa um hvort hún væri þörf eða nauÖsynleg á því sérstaka sviði sem hún fjallaði um. Ef bókaútgefandi getur gefið út bók sem er nauðsynleg á einhverju ákveðnu sviði, þó hún sé óþörf á öllum öðrum sviðum mannlegra at- hafna, má hann vel við una. En í almennum skilningi má segja að hvorki höf- undar né bókaútgefendur geti með öllu verið tryggir fyrir þeirri hættu að gefa út einhverjar óþarfar bækur. Bókaútgefanda dugar reyndar ekki að forðast áhættu. Og bókaútgefandi verður að halda jafnaðargeði sínu þó hann kunni að gefa út bók sem enginn vill lesa. A hinn bóginn — með því að bókaútgefandi þarf að velja — verður hann að vera því viðbúinn að hann kunni að hafna röngum bók- um. Dæmi um það eru mörg, svo sem þegar NRF kærði sig ekki um að gefa út Du cöté de chez Swann og Mál og menning lét Tómas Jóaisson synjandi frá sér fara, sem hvorttveggja er frægt orðið. Það er semsé líklegt að bókmenntir mundu deyja út ef aðeins væru gefnar út bækur sem fyrirfram mætti telja öruggt að væru þarfar, nauðsynlegar, gagnlegar. Ég veit ekki hvort einhver kynni að vilja spyrja þeirrar spurningar hvort nokkrar óþarfar bækur leynist meðal þeirra 50—100 bókmenntarita sem munu hafa verið gefin út á þessu ári. Samt þyrfti sú krafa sem í þessari spurningu er fólgin helzt að vera sjálfskrafa bæði útgefenda og höfunda; vonandi halda þeir frelsi og sjálf- ræði til að geta gert til sín slíka kröfu. S. D. 392
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.