Skírnir - 01.01.1956, Síða 19
Skírnir
Huglægni og hlutlægni
17
langrar listrænnar fyrirhafnar, þrotlausrar stílfágunar. ÞaS
er t. d. umhugsunarvert, að hægt er að sýna fram á, að skáld-
saga eins og A tómstöSin hefir breytzt stig af stigi í mörgum
handritum.1) Margir hafa áreiðanlega haldið, að þessi hók
væri flaustursverk. Hrynjandin, sem af ásettu ráði er tauga-
æst, hálfkveðnar vísur bókarinnar og skyndiköst skýra ef til
vill misgrip lesandans. Það er ekki hlutverk skáldsins að vera
ferskur, heldur virSast vera það, ef þörf krefur. Hlutverk hans
er að „skapa blekkíngu“, eins og Halldór hefir svo hnytti-
lega að orði komizt.
3. Nýtízka og íslenzk stílleifð.
Vaxandi samþjöppun í stíl, sem vart verður i verkum Hall-
dórs, má skýra sem aukið mat hans á fomri íslenzkri stíl-
hugsjón. Afstaða hans til fornbókmenntanna er nátengd öll-
um viðbrögðum hans við arfleifð heimalandsins. Yfirleitt er
tæpast hægt að skilja skáldskap hans, nema þetta sjónarmið
sé sífellt haft í huga. 1 hug fslendings er hið liðna lifandi
með slíkum hætti, að ókunnugt mun vera annars staðar á
Norðurlöndum. Tungan hefir haft mikil áhrif í þá átt að
varðveita og skerpa sambandið við forfeðurna. Hvert íslenzkt
barn, sem kann að lesa, getur án erfiðismuna notið frásagn-
anna um Egil Skallagrímsson, Gunnar á Hlíðarenda og aðrar
hetjur á því máli, sem sögurnar voru skráðar á. Þetta er þjóð-
ararfur, sem líður ekki undir lok í hendingskasti.
Það er skiljanlegt, að Halldór skyldi í æsku hefja skáldferil
sinn með ákafri uppreisn gegn íslenzkri arfleifð. Innan við
tvítugsaldur lifði hann tímann eftir heimsstyrjöldina úti í
Evrópu. Styrjöldin hafði greitt trúnni á rólega þróun bana-
högg. Heimur áranna fyrir styrjöldina lá í órafjarlægð. Allt
virtist nýtt, framtíðin var óviss. Augliti til auglitis við þessa
Evrópu hlaut unglingnum frá Laxnesi að finnast sinn ís-
lenzki menningararfur mjög svo úreltur. Ef hann vildi tjá
reynslu nútímamannsins, gat hann ekki framar stuðzt við
1) Sbr. ritgerð mína tJr vinnustofu sagnaskálds. Nokkur orð um hand-
ritin aS AtómstöSinni í Tímariti Aláls og menningar 1953.
2