Skírnir - 01.01.1956, Blaðsíða 229
Skírnir
Wolfgang Amadeus Mozart
227
hvorki af sér frumleik né hugkvæmni. Því heitti ég mér
á þeim sviðum, lagði mig allan fram og lék að lokum tví-
fúgu í ströngum stíl, hægt, svo að áheyrendur gátu fylgzt
vel með raddleiðingunni. Þar við sat. öllum þótti nóg
komið. En Hasler,1) — (sá var maðurinn, höfundur góðra
verka í anda Hamborgar-Bachs),2) var hinn hjartanleg-
asti, enda þótt ég hefði, í raun og veru, veitt honum ráðn-
ingu. Hann lék á als oddi og vildi kyssa mig í sifellu. Hann
var gestur minn í gistihúsinu á eftir og undi sér hið bezta.
Hér er blaðið brátt á enda, bezti vinur og vildarmaður,
og vínflaskan frá yður næstum tóm, en ég hefi varla
skrifað svona geysilangt bréf, síðan ég sendi tengdaföður
mínum bónorðsbréfið um dóttur hans forðum. Misvirðið
ekki orð mín. Ég verð að tala og rita, eins og mér býr í
brjósti eða halda mér saman að öðrum kosti og leggja
fjöðrina frá mér. Að síðustu: Hjartans bezti vinur minn,
látið yður alltaf þykja jafnvænt um mig. Ó, að ég gæti
endurgoldið yður þá gleði, sem þér hafið mér veitta!
Jæja — ég klingi glösum við sjálfan mig.
Skál, góði, tryggi — (vinur). Amen.“3)
Mozart lék á orgel Bachs í Tómasarkirkjunni í Leipzig
og hlýddi þar á mótettu eftir Bach, sem vakti áhuga hans á
tónlist hins látna meistara, sem hann þekkti lítið áður. 1 Ber-
lín var honum vel tekið af konunginum, Friðrik Vilhjálmi II.,
en tónameistarar konungs höfðu horn í síðu hans. Arður af
þessari ferð mun ekki hafa orðið mikill, eftir því sem ráða má
af bréfi til Konstönzu:
„ .. . Þú verður að láta þér nægja að hlakka til að fá mig
aftur heim, en vonast ekki eftir peningum.“4)
Þetta sumar var „Fígaró“ tekinn til sýninga aftur og vakti
engu minni fögnuð en áður. Mun þetta hafa ýtt undir keis-
arann að biðja Mozart um nýja óperu. Enn samdi da Ponte
textann, og óperan varð „Cosi fan tutte“. Hún var frumsýnd
1) J. W. Hasler (1747—1822), frægur organleikari þeirra tíma.
2) C. Ph. Emanuel Bach (1714—1788), næstelzti sonur Jóhanns Se-
hastíans, organleikari í Hamborg frá 1767 til dauðadags.
3) Ódagsett. 4) Berlín, 23. mai 1789.