Skírnir - 01.01.1956, Side 140
138
Gunnar Sveinsson
Skímir
finna vísinn að hinum snilldarlegu ádeilu- og hæðnisvísum,
sem hann orti síðar. Enn fremur orti hann í skóla alllangan
gamankvæðaflokk, Redd-Hannesarrímu, sem prentuð var í
Reykjavík 1924. Þar eru kvæðin 4, en hið 5. er til í Lbs. 328,
4to með hendi Jóns Þorleifssonar, sem talið er, að hafi lagt
eitthvað til rímunnar. Hún er lipurlega ort undir eins konar
hexametri, og er orðfæri stælt eftir Hómersþýðingum Svein-
bjamar Egilssonar. Sem þjóðlífslýsing hefur hún nokkurt
menningarsögulegt gildi.
1 ljóðakveri Steingríms eru þýðingar á 6 kvæðum, og eru
5 þeirra eftir Rohert Burns: Kossinn,1) Herhvöt, Til meyjar
á himnum, Ó, væri fljó'ðiS fjóla á hól2) og SöknuSur, en 6.
kvæðið er BarniS sofandi eftir Victor Hugo.3) Allar eru þýð-
ingar þessar haglega gerðar.
Skólakvæði Steingríms bera annars vegar vitni um draum-
sæi, rómantíska fegurðarþrá og íhugasemi, en hins vegar
gáska og gamansemi. Málið er jafnan vandað, og kveðandin,
sem var stirðleg í upphafi, varð liprari, þegar frá leið. En
eðlilega skortir þessi æskuljóð í heild sinni töluvert á við
síðari kvæði hans, enda hefur hann oftast breytt mjög þeim
kvæðnm, sem hann lét prenta síðar, og endurkvað sum. Þau
skólakvæði hans, sem hann tók þannig allmjög breytt í Ljóð-
mæli sín, eru þessi (vitnað til bls. í útg. 1910): Stökur 1.
(105), Gamanvísur vi<5 slátt (105—06), Lækurinn og fjólan
(107—08),*) Hinn fyrsti ástardraumur (151—53), Yfir haf-
iS (156—57),4) Kvöldsjón (158), Óskin (162), Ástarvísur 3.
(164—65), LífiS (190),5) Sof nú, mitt barn, (192—93)4) og
Svefninn (222—23) /') — Það skáld, sem hefur haft lang-
samlega mest áhrif á skólakveðskap Steingríms, er Jónas Hall-
grímsson, en auk þess hefur kvæðið SkilnaSur eftir Jón Thor-
1) Prentaður í breyttri mynd í Nýjum félagsritum 1856.
2) Er og í Bræðrablaði 4. nóv. 1849, Lbs. 3318, 4to, 24. bls. (síðara
blaðsíðutal). Prentað breytt í Nýjum félagsritum 1855 og enn breytt í
Svanhvít 1877.
3) Er sömuleiðis í Bræðrablaði 4. nóv. 1849, 24. bls.
4) Fyrst prentað í Nýjum félagsritum 1856.
5) Fyrst pr. í sama tímariti 1861.