Skírnir - 01.01.1956, Side 124
122
Jóhann Gunnar Ölafsson
Skímir
Einarsson biskup o. fl. Kvæðasöfn þessi eru talin vera einkar
merk. Einkum hefur Magnús gert sér far um að safna ljóð-
mælum séra Einars í Eydölum, forföður síns.
Magnúsi hefur verið skipað á bekk meðal merkari fræði-
manna fslendinga á fyrri öldum. Ef ekki hefði notið við
hirðusemi hans og fundvísi á góð ljóð og önnur fræði, væri
stórt skarð í þekkingu vora á kveðskap miðalda. Handrita-
gerð Magnúsar er frábært dæmi um það, með hverjum hætti
varðveittust frá kynslóð til kynslóðar fslendingasögur, forn-
kvæði og aðrar bókmenntir íslendinga.
Elér fer á eftir skrá um handrit komin með vissu úr eigu
Magnúsar eða honum tengd með nokkrum líkum, svo að ljóst
verði, hversu safn hans var mikið að vöxtum.
SKRÁ
um handrit úr eigu eSa upprunnin frá Magnúsi Jónssyni
í Vigur.
1. AM. 120 fol.
2. - - 239 —
3. _ 426 —
4. — 253, 4to
5. — 60 lc,—
6. — 1058, —
7. — 125,8vo
8. — 148 —
í Árnasafni í Kaupmannahöfn:
Sturlunga saga og saga Árna biskups.
Postulasögur o. fl., skínnbók frá 14. öld.
íslendingasögur: Egils saga, Gunnlaugs saga, Drop-
laugarsona saga, Grettis saga, Þórðar saga hreðu,
Svarfdæla, Valla-Ljóts saga, Arons saga, Flóamanna
saga, Fóstbræðra saga, Hávarðar saga fsfirðings,
Hrafns saga og nokkrir fslendingaþættir. — Handrit-
ið er skrifað 1670—1682 af Þórði Jónssyni, Jóni Þórð-
arsyni á Strandseljum og Magnúsi Þórólfssyni.
Dómar og heimildarbréf o. fl. frá árunum 1570—1620.
fnntak og efni úr Þóris rímum háleggs eftir M. J.
3 sendibréf M.J. til séra Jóns Jónssonar í Holti.
Riddarasögur: Flores saga, sagan af Viktor og Bláus
og Rémundar saga. — Handritið er skrifað í Vatns-
firði 1652—1653.
Kvæðabók úr Vigur (Vigurbók). Kvæðabók o. fl. Höf.:
Hallgrimur Pétursson, Hallur Magnússon, Jón Ara-
son og Kolbeinn Grímsson. Enn fremur fomkvæði,
kappavísur, Hugsvinnsmál, barnagælur, Grýlukvæði,