Skírnir - 01.01.1956, Blaðsíða 180
178
Jón Steffensen
Skímir
beina hefur runnið dálítið í áttina að fótaenda steinþróar-
innar, eins og þau smáu handarbein, sem mest eru úr stað
færð. 1 holdsleifunum fundust nokkur smá steinabrot, sem
virtust vera lir kistulokinu, enda var það brotið þvert yfir
á tveim stöðum og kvarnað úr brúnum þess. Meðal annars
fundust steinabrot undir brenndu beinunum, en það bendir
til þess, að lokið hafi brotnað, áður en þau voru látin í
kistuna.
Rannsókn á brenndu beinunum leiddi í ljós, að utan á mörg-
um þeirra eru dropar af bræddum málmi og gleri. Sum brot-
in eru nærri alveg umlukin þessum efnum, er sýnilega hefur
dropið eða runnið á beinin. öll þau beinabrot, er örugglega
verða ákvörðuð, eru úr mannabeinum nema eitt, er virðist
vera tábeinsbrot úr kind. Mannabeinin eru örugglega úr ekki
færri en tveim mönnum, og þær fáu tennur, sem eru meðal
brenndu beinanna, benda til fullorðins aldurs.
En hverra bein eru þetta, og hvernig stendur á þeim í stein-
þrónni? Hugurinn hvarflar strax til hinna tveggja kirkju-
bruna, er orðið hafa í Skálholti. Ég get þegar tekið það fram,
að mér þykir ósennilegt, að bruninn 1527 geti komið til
greina, vegna þess hve nákvæm lýsing er til af honum. Það
er nær óhugsanlegt, að ekki hefði verið getið steinþróarinnar,
jafnsérstæð og hún er á íslenzkri grund, ef til hennar hefði
sézt eftir brunann eða hún verið opnuð þá. Að minnsta kosti
er þess getið um kistu Jóns biskups Gerrekssonar, að til henn-
ar hafi menn séð nokkurn vott, þá kirkjan brann (Bisk.ann.,
bls. 35). Um brunann 1309 er aftur á móti ekki annað skráð
en sú fáorða lýsing, er ég vitnaði til, svo að vel má vera, að
þá hafi kista Páls verið opnuð. Málm- og glerstorkan, er var
svo almenn utan á brenndu beinunum, sýnir, að beinin voru
skinin, er þau lentu í eldinum, því að óhugsandi er, að lík
eða lifandi maður hefði brunnið án þess, að kolaðar holds-
leifar hefðu orðið milli storkunnar og beinsins, auk þess sem
ósennilegt er, að holdi klædd bein hefðu brunnið svo mjög
sem raun ber vitni. Enn fremur er óhugsandi, að beinin
hefðu brunnið, svo að nokkru næmi, og því síður getað runn-