Skírnir - 01.01.1956, Blaðsíða 190
188
Hermann Pálsson
Stímir
ast yfirleitt að þeirri skoðun, að áss hinn almáttki sé annað-
hvort Óðinn eða Þór, en enginn þeirra hefur fært viðunandi
rök fyrir máli sínu, enda virðist enginn þeirra gera ráð fyrir
þeim augljósa möguleika, að hinn almáttki áss geti verið guð,
sem ekki var dýrkaður á Islandi, þótt hann væri ákallaður
í eiðstaf.2) Það er alkunna, að eiðstafir varðveitast vel og
breytast lítt, þótt trúarsiðir taki einhverjum stakkaskiptum.
Hér verður ekki reynt að rekja hliðstæður með öðrum þjóð-
um, enda er auðvelt að færa rök fyrir því, að eiðstafurinn
hlýtur að vera miklu eldri en fslands byggð og hinn almáttki
áss þarf því ekki að hafa verið dýrkaður á fslandi. Mér þykir
hitt miklu sennilegra, að hér sé um að ræða forna leif: hinn
almáttki áss sé guð, sem dýrkaður var fyrir landnámsöld og
stafi ákallið frá miklu eldri tíma.
Minni um hinn almáttka ás hafa varðveitzt víðar en í
eiðstaf þeim, sem tilfærður er í kaflanum um hin heiðnu lög.
í Víga-Glúms sögu er sagt frá því, að Glúmur sór eið og í
eiðstaf hans kemur fyrir setningin: Segi eg það Æsi. Enginn
vafi getur leikið á því, að þessi formáli tíðkaðist í heiðnum
sið, enda hefur hann varðveitzt í kristnum eiðum íslendinga:
Segi eg það Gú8i. Hitt liefur verið fræðimönnum augljóst, að
með orðinu Æsi sé átt við sama guðinn og kallaður er hinn
almáttki áss í hinum heiðna eiðstafnum. Mér þykir senni-
legt, að Glúmur hafi vísvitandi forðazt lengra ákallið. Hann
var að sverja tvíræðan eið og hefur því ekki viljað nota eið-
staf, þar sem Freyr vinur hans var nefndur.
í vísu eftir Egil Skalla-Grímsson kemur fyrir orðið land-
áss, og virðist það nafn tákna hið sama og hinn almáttki áss,
eins og raunar hefur verið bent á. Vísa Egils hljóðar á þessa
leið:
Svá skyldi goð gjalda,
gram reki bönd af löndum,
reið sé rögn ok Óðinn,
rán míns féar hánum;
folkmýgi lát flýja,
Freyr ok Njörðr, af jörðum,
leiðisk lofða stríði
landáss, þanns vé grandar.