Skírnir - 01.01.1956, Blaðsíða 271
Skimir
Ritfregnir
269
bókinni norsku, hitt eru brot úr lagahandritum, þýðingum helgirita og
konungasögum, svo og fáein fornbréf. Orðaforðinn er að visu einhæfur,
en hann er að verulegu leyti sambærilegur við orðaforðann hjá Larsson,
ekki sízt af því að stærsta ritið sem þar er orðtekið er einmitt íslenzka
hómilíubókin í Stokkhólmi. Því er nú allt auðveldara en áður um saman-
burð á islenzkum og norskum orðmyndum á elzta ritunarskeiði norrænna
tungumála, og er ekki ólíklegt að þess muni sjást merki í málssögulegum
rannsóknum þegar frá líður. Nokkur uppflettiorð eru hér sem ekki hafa
áður komizt inn í orðabækur, en langflest eru þau samsetningar af kunn-
um stofnum. Hómilíubókin hefur lagt til drýgsta skerfinn, eins og við
var að búast, rúmlega 30 orð; úr hinum ritunum er röskur tugur.
Bókin ber þess nokkur merki hve lengi hún hefur verið i smíðum, eink-
um i því að vitnað er i gamlar textaútgáfur þar sem nú eru til nýrri og
betri. Bagalegast er að vitnað er í hómilíubókina eftir útgáfu Ungers, en
hún er bæði ónákvæmari og i færri manna höndum en útgáfur þeirra
Indrebos og Floms, en orðtökunni var lokið löngu áður en þær komu út.
Villur í útgáfu Ungers eru hins vegar leiðréttar i orðasafninu, svo að þær
koma ekki að sök.
Engan þarf að furða þó að í slíku verki sem þessu slæðist inn smá-
villur, ekki sízt þar sem margir hafa um það fjallað á löngum tima; endur-
skoðun og samræming á vinnu fyrri manna er erfitt verk og torvelt að
leysa af hendi misfellulaust. Fáeina staði af þessu tagi skal bent á hér:
9. dálkur: afhafnan á að falla burt; er tvö orð, enda tilfært undir hafnan
(ekki undir af). — 13—-14. og 19—21. d.: samræming uppflettiorða sem
byrja á al- og all- er yfirleitt látin fara eftir leshætti handritanna, en af
því leiðir að víða er prentað al- fyrir all- í uppflettiorðum, sem er fremur
til óþæginda en gagns. — 43. d.: augnaverk, n. á að vera augnaverkr, m.
— 76. d.: búning, f. á að falla burt; er tilfært undir búningr. — 148. d.:
Undir faðerne er tilfærð myndin fœþœrnis, en ekkert uppflettiorð feSerni
er í bókinni; en þar sem þetta er elzta dæmið um þessa orðmynd, sem
kunn er bæði úr norsku og íslenzku síðar, hefði verið réttara að benda
sérstaklega á hana. — 151. d.: falsdómr hefði verið eðlilegra að prenta
falls- enda þótt ritað sé með einu 1-i í handritinu. — 159. d.: ferSimaSr á
að falla burt; í hdr. stendur: [. . um viga]fgrði manna. — 254. d.: heils-
hugi er vafasamt orð; sennilega villa í hdr. (fyrir hæil huga), enda leið-
rétt undir hugi (281. d.), en þar er ekki getið um leshátt handritsins. —
289. d.: hverf á að vera hverfi. — 314. d.: illskulimr á að vera illskulim, f.,
enda tilfært undir lim, f. — 422. d.: miskunnardýrS á að vera miskunnar-
dyrr (villa í hdr.); síðari liðurinn tilfærður undir dýrS, ekki undir dyrr.
— 552. d.: skammelegr ætti fremur að vera skammœlegr.
Þetta sem nú hefur verið talið eru þó smámunir einir og breyta í engu
því sem áður var sagt um gagnsemi þessarar bókar. Hún er og verður
undirstöðurit og ómissandi handbók hverjum þeim sem fæst við norræn
málvísindi. Jakob Benediktsson.