Skírnir - 01.01.1956, Blaðsíða 123
Skímir
Magnús Jónsson í Vigur
121
í British Museum (Bretasafni) eru 7 handrit úr eigu
Magnúsar. Á þessum handritum eru fornaldarsögur, ridd-
arasögur, Hákonar saga Hákonarsonar, fslendingasögur,
Trójumannasaga, Færeyinga saga, Sturlunga saga, Árna bisk-
ups saga og guðrækilegt efni.
Enn eru ótalin merkustu handritin, sem frá Magnúsi eru
komin eða runnin. Eru tvö þeirra í Árnasafni, en eitt í hand-
ritasafni Jóns Sigurðssonar í Landsbókasafni. Á þessum hand-
ritum eru nær eingöngu kvæði og vísur. Merkast þeirra er
Kvæðabók úr Vigur í Ámasafni. Ber hún þennan titil: Ein
afbragSs fróSleg, lystug, ágæt, skemmtileg, nytsöm og eftir-
tektarrík bók, margs fróSlegs og fallegs vísdóms, lærdóms og
þœgilegra eftirdœma. Innihaldandi marga ágæta kveSlinga,
vísur, bragarhœtti og annaS ágætt fræSi, á meSal hvörs aS
er historia um Grœnlands háttalag og annaS þess konar.
Saman tekin og skrifuS af virSulegum höfSingsmanni Magn-
úsi Jónssyni aS Vigur á IsafjarSardjúpi. Handrit þetta er að
mestu leyti skrifað á árunum 1676—1677, aðallega af Magn-
úsi sjálfum, en taldar em á því 12 rithendur. Hefur hand-
ritið að geyma merkilegt safn miðaldakveðskapar. Er þar
margt merkra kvæða, sem hvergi er til annars staðar. Meðal
annars er þarna að finna Aldarhátt séra Hallgríms Péturs-
sonar, kvæði og vísur eftir Jón Arason biskup, Hall Magnús-
son og Kolbein Grímsson, Háttalykil, Kappakvæði, Harma-
grát, Heimsádeilu, Gimstein, Krosskvæði, barnagælur, Grýlu-
ljóð, Niðurstigningarvísur, mörg vikivakakvæði og helgikvæði.
Þá eru þarna tvær ritgerðir um skáldskap eftir Magnús digra.
í inngangi hinnar ljósprentuðu útgáfu kvæðabókarinnar er
nákvæmlega rakið efni hennar. Þessi bók var höfuðheimild
dr. Jóns Þorkelssonar um kveðskap 15. og 16. aldar, er hann
ritaði bók sína um ljóðagerð fslendinga á þeim öldum.
í Árnasafni er handrit með svonefndum íslenzkum fom-
kvæðum, komið frá Magnúsi, og hefur verið talið, að hann
hafi þýtt mörg þeirra.
Þá er loks í Landsbókasafni kvæðabók með hendi Magn-
úsar. Þar eru kvæði eftir séra Einar Sigurðsson, Jón Arason
biskup, séra Jón, föður Magnúsar, Kolbein Grímsson, Odd