Skírnir - 01.01.1956, Blaðsíða 62
60
Jón Jóhannesson
Skímir
manna aðeins, áður en það var skráð. Þykir Jóni Steffensen
til dæmis líkur benda til, að vísan um Goðröð sé ekki um afa
Rögnvalds, er kvæðið var ort til sæmdar, heldur um eldra
konung samnefndan, því að um hann segir í vísunni: „sás
fyr longu vas.“ En þau rök eru ekki einhlít, því að um
Ólaf, föður Rögnvalds, segir: „Réð Áleifr . . . forðum^. Virð-
ist því ekki ástæða til annars en taka kvæðið, eins og það er.
1 „Three Fragments“, hinni einu heimild, sem nafngreinir
föður Ólafs konungs í Dyflinni, er karlleggur hans rakinn svo:
Godfraidh
I
Godfraidh Conung
I
Raghnall
I
Godfraidh (Goffridh)
I
Amhlaeibh.
Að vísu er þetta karlleggur Ivars (Imhars), sem varð kon-
ungur víkinga á Irlandi og Bretlandi, þegar Ólafur fór til
Noregs 871, en þar sem ívar er sagður bróðir Ólafs, en þó
yngri, og faðir Ólafs er á lífi 871, er karlleggur þeirra að lík-
indum hinn sami. Torvelt er að meta gildi þessarar ættartölu,
en svo virðist sem menn hafi borið fullmikið traust til „Three
Fragments". Jan de Vries hefur sýnt fram á, að þau eru
óvandlega sett saman úr ýmsum heimildarritum, sumum
gömlum og traustum, en öðrum tiltölulega ungum. Ættar-
talan er meðal þess, sem Jan de Vries telur vafasamt, að
treysta megi. Hún er í frásögn af hernaði Ivars og ónafn-
greinds sonar Ólafs um allt Irland „frá vestri til austurs og
frá suðri til norðurs“ 873. En þessa mikla hernaðar er hvergi
getið í öðrum heimildum, og gerir það frásögnina ásamt ætt-
artölunni tortryggilega. En önnur skýring er einnig hugsan-
leg. I „Three Fragments“ er sagt frá öðrum mjög áþekkum
hemaði árið 874, og stóð að honum Bárður, „fóstri konungs-
sonar“. Sama hernaðar mun getið í „War of the Gaedhil with
the Gaill'1,1 og er hann þar eignaður Bárði og ónafngreind-
1 Smbr. J. Steenstrup: Normannerne II (1878), 142.