Skírnir - 01.01.1956, Blaðsíða 270
268
Ritfregnir
Skimir
bibelöversáttning er talið, að Gottskálk Nikulásson hafi fyrstur þýtt Nýja
testamentið á íslenzku (520. d.).
Annar ókostur á ritinu virðist mér vera sá, að verkið er ekki eins vel
samhæft og æskilegt væri. Fyrir kemur t. d., að tveir menn hafa valizt
til að skrifa um náskyld efni. Þetta hefir það í för með sér, að sumt er
endurtekið, en um annað eru ólíkar skoðanir. Ég skal nefna eitt dæmi:
Um baö (uppsláttarorð bad) skrifar Magnús Már Lárusson, en um íslenzk-
ar báSstofur (sjá 387. dálk) skrifar Magnús Gíslason. Nú liggur það í aug-
um uppi, að sá, sem kynnir sér íslenzkar baðvenjur, hlýtur einnig að láta
sig miklu skipta þær vistarverur, sem baðið fór fram í, og öfugt. Eðlilegra
hefði því verið, að sami maður skrifaði um hvort tveggja. Og einkennilegt
er það, að Magnús Már vísar ekki til greinar Magnúsar Gíslasonar, og
Magnús Gíslason vísar ekki til greinar Magnúsar Más. Ég kenni þeim
nöfnunum ekki sérstaklega um þetta. Hér er um að ræða ritstjórnaratriði,
skipulagningu á starfi og fyrirkomulag (tilvísanir milli greina). Sameigin-
lega bera því allir ritstjórarnir ábyrgð á slíkum göllum og aðalritstjórinn
þó alveg sérstaklega.
Ég hefi minnzt hér á tvo galla, þekkingarskort sumra greinarhöfunda
á islenzku (vesturnorrænu) máli og skort á samhæfingu. En ef á heildina
er litið, er alfræðibók þessi mikið þrekvirki, sem allir, er að hafa unnið,
eiga miklar þakkir skildar fyrir. Bókin er ekki einungis handhæg fræði-
mönnum, sem við þessi efni eða skyld efni fást, heldur er hún jafnframt
þannig úr garði ger, að hún mun reynast mikil fróðleiksnáma alþýðu
manna. Ég er að minnsta kosti sannfærður um, að íslenzk alþýða mun
mikið til bókarinnar leita og sækja í hana skemmtilegan fróðleik um sam-
norræna og séríslenzka menningu.
Halldór Halldórsson.
Ordforrádet i de eldste norske hándskrifter til ca. 1250. Utgitt av
Gammelnorsk Ordboksverk ved Anne Holtsmark. Oslo 1955.
Með þessari bók hafa norrænufræðingar loksins fengið í hendur full-
komið orðmyndasafn úr elztu norskum handritum, hliðstætt hinu alkunna
verki Larssons, Ordförrádet i de aldsta islandska handskrifterna (1891).
Nokkrir ungir sænskir fræðimenn við Uppsalaháskóla hófu undirbúning
að þessari bók 1907, en þeir hurfu frá honum til annarra starfa áður en
verkinu var lokið, svo að það lá niðri um langt skeið. Fyrir forgöngu próf.
D. A. Seips tóku Norðmenn loks að sér að ljúka þvi, og próf. Anne Holts-
mark hefur nú leitt það til lykta.
Allir sem við norræn fræði fást vita hversu nytsamleg bók Larssons hef-
ur verið, en það hefur löngum verið mikill bagi að hafa ekki samsvarandi
orðmyndasafn um elztu norsku. Ur þessu er nú bætt, og mega allir sem
hlut eiga að máli fagna því og vera þakklátir þeim sem hér hafa lagt
hönd að verki.
Af textunum sem orðteknir eru fer vitanlega langmest fyrir hómilíu-