Skírnir - 01.01.1956, Side 78
76
Halldór Halldórsson
Skirnir
VI
Þær skoðanir, sem hér hafa verið settar fram, eru í veru-
legum atriðum í samræmi við kenningar Gustafs Sterns. Þó
gerir hann minna úr venjubundnum takmörkum en ég, þótt
hann minnist á þau. Kenningar Sterns eiga í verulegum at-
riðum rætur að rekja til Ogdens og Richards, eins og kenn-
ingar margra, sem nú fást við merkingarfræði í samtíma-
legum skilningi, þótt menn greini vitanlega á í meira eða
minna mikilvægum atriðum. Skilgreiningar á orðinu merk-
ing eru geysimargar og misjafnar. Ogden og Richards telja
16 í sinni bók (MOM 186—187), og vafalaust er þar ekki
allt til tínt. Skal nú vikið að ýmsum öðrum skoðunum en
þeim, sem hér hefir verið fram haldið.
Sú skoðun átti allmikil ítök meðal manna, sem um merk-
ingarfræði rituðu, að orð væru hugtakatákn. Das Wort ist
der sprachliche Ausdruck fiir den Begriff („Orðið er málleg
tjáning hugtaksins“), eins og dr. Adolf Zauner orðaði það
(Rom. Sprachw. (Samml. Göschen) 2,8). Samkvæmt þessari
kenningu ætti merking einhvers tiltekins orðs að vera það
hugtak (Begriff, conceptus), sem tengt væri orðinu. Greini-
legt er, að þessi kenning gerir ekki ráð fyrir merkingarmiði.
Af þeirri ástæðu einni fellur hún um sjálfa sig. En fleira er
við hana að athuga. Spyrja mætti, hvort þær hugmyndir mál-
notanda, sem orðin tjá, séu hið sama og hugtak. Ef orðið hug-
tak er notað hér í rökfræðilegri merkingu, eins og eðlilegast
er að gera ráð fyrir, fær þessi skoðun ekki heldur staðizt. Því
verður að vísu ekki neitað, að nokkur hluti þess, sem áður
var nefnt og kallað viShorf málnotanda til miðs, þ. e. hinn
hugtæki þáttur þessa viðhorfs, á nokkuð skylt við það, sem
rökfræðingar kalla hugtak, en er þó ekki hið sama, því að
hugtakið er miklu afmarkaðra. Hins vegar gerir þessi skil-
greining ekki ráð fyrir neinum geðtækum þætti og kemur
því ekki til greina.
Sir Allan Gardiner ræðst af móði á þessa kenningu eða
nánar tilgreint þá kenningu, að málið sé „notkun málhljóða-
tákna til tjáningar hugsunar“ (the use of articulate sound-