Skírnir - 01.01.1956, Síða 207
Skírnir
Wolfgang Amadeus Mozart
205
Skin og skuggar
í Salzburg.
Þegar grafið var fyrir minnismerki Mo
zarts í Salzburg 1841, var komið niður á
mósaík-gólf frá dögum Rómverja og fannst
þar þessi áletrun: „Hic habitat felicitas“ — hér á gæfan
heima. Margur, sem nú sækir heim þessa dásamlegu horg,
mundi vilja telja þetta sannmæli og mundi öfunda hvern
þann, er borið hefði gæfu til að slíta þar barnsskónum. En
á Mozart sönnuðust þessi orð aldrei. Hann kunni aldrei við
sig í fæðingarborg sinni, og þegar hér var komið sögu, var
ævi hans þar orðin honum óbærileg. Hann umgekkst ekki
aðra en fáa nána vini, allur þorri manna var tómlátur um
listir og smáborgaralegur í háttum. Ofan á þetta bættist svo,
að samkomulagið við hæstráðanda borgarinnar, Hieronymus
erkibiskup, versnaði með degi hverjum.
Sumarið 1777 biður Leopold um leyfi frá störfum við hirð
erkibiskupsins til að fara hljómleikaför með syni sínum, en
erkibiskup neitar. Hann „kann ekki við, að fólk fari slikar
betliferðir". Nú var mælirinn fullur, og Wolfgang sótti um
lausn úr þjónustu erkibiskupsins í ágústbyrjun 1777:
„Allranáðugasti herra fursti!
Foreldrum er það hugleikið, að börn þeirra komist til
svo mikils þroska, að þau verði fær um að sjá fyrir sér
sjálf, og er það jafnt í þágu foreldranna og ríkisins. Því
meiri gáfur sem drottinn hefir gefið börnunum, því meiri
skyldur hvíla á þeim gagnvart foreldrunum að nota þær
þeim til stuðnings og sjálfum sér til framdráttar. Guð-
spjallið kennir oss að ávaxta vort pund. Því ber mér skylda
til gagnvart guði og samvizku minni að vera föður mín-
um þakklátur, sem hefir lagt sig allan fram við uppeldi
mitt, og létta honum byrðina með því að reyna að sjá
fyrir mér sjálfur og systur minni. . . .“
Erkibiskup svaraði um hæl með nokkrum þjósti:
„Visað til kansellísins með þeirri ákvörðun, að faðir og
sonur, samkvæmt guðspjallinu, hafa fullt frelsi til að
leita gæfu sinnar annars staðar.“
Ekki varð þó úr því, að Leopold færi úr þjónustu erki-
biskupsins, og varð það að ráði, að Wolfgang hefði móður