Skírnir - 01.01.1956, Blaðsíða 142
140
Gunnar Sveinsson
Skimir
Skúli
Magnússon
Nordahl.
an vetur, skrifar Steingrími Thorsteinssyni veturinn eftir
(20. nóv. 1861) gamansama lýsingu á róstum skólapilta í
öðru svefnlofti skólans.1) Er frásögn hans mjög í anda Föstu-
inngangsins 1861, sem hann hefur eflaust þekkt.
Skúli Magnússon Nordahl fæddist í Hvammi í Norðurár-
dal 5. janúar 1842. Hann settist í lærða skólann 1856, lauk
þaðan stúdentsprófi 1862 og embættisprófi
í lögfræði frá Hafnarháskóla 1869. Árið 1871
fékk hann Snæfells- og Hnappadalssýslu og
síðan Dalasýslu 1877. Hélt hann henni til
æviloka, en hann andaðist í Dagverðarnesi 1. júní 1881.
Til eru aðeins tvö kvæði eftir Skúla í handritasöfnum
Landsbókasafnsins, hvort tveggja gamankvæði frá skólaárum
hans. Annað þeirra, Nordahlsbrag, orti hann á dönsku um
sjálfan sig.2) Þar hendir hann gaman að útliti sínu og gerir
mikið úr leti sinni og drykkjuskap í skóla. Miklum mun
skemmtilegra er hitt gamankvæði Skúla. Það ber heitið
Disciplinin í Reykjavíkur institúti meS samt hennar trag-
isku endalykt 16-4-62.3) Kvæðið er alllangt (38 erindi) og
er með sálmalaginu 1 dag þá hátíð höldum vér. Segir þar frá
iðni manna og ástundun allt frá því, er Adam og Eva bjuggu
í Paradís, tólf hundraða koti. Myrkrahöfðingjanum gazt ekki
að þessari iðjusemi manna, og fóru því sendiboðar hans um
allan heim til að herða lýðinn til leti. Til Islands var send-
ur Belsibúbb, „grosseri í Niflheimi, feitur og digur og hinn
slægasti." Honum tókst að kenna nemendum lærða skólans
hirðuleysi og drykkjuslark. Hrakaði þá skólanum (institút-
inu) jafnt og þétt. f lokaerindinu er lýst fögnuði skólapilta
yfir því, að iðnin skuli vera gengin veg allrar veraldar. Kvæði
þetta er liðlega ort og víða fyndið. Á það ekki sízt sinn þátt
í kímniblæ þess, að það er ort í gáskafullum skólapiltaanda,
en er hins vegar með hátíðlegu sálmalagi. Hvert erindi endar
á orðinu hallelúja, sem stingur oft kátlega í stúf við það,
sem á undan stendur. Engar heimildir eru nú til um það, að
1) Bréf Matthíasar Jochumssonar, 4,-—6. bls.
2) Lbs. 565, 8vo og 1457, 4to.
3) Lbs. 2098, 4to; talið ritað eftir eiginhandarriti höfundar.