Skírnir - 01.01.1956, Blaðsíða 113
Skímir
Magmis Jónsson í Vigur
111
ið, úr vegi víki, eða sömu kirkjusókn og ei fúslega aftur hverfi
í það pláss Vigur. Þetta hafið þér ei þurft að nefna, því
hann hafi ei að því ganga viljað.“
f niðurlagi bréfsins ráðleggur biskup frænku sinni ein-
dregið að taka ekki aftur upp samvistir við Magnús. Og með
þessum orðum endar hann ráðleggingar sínar: „En ekki þyk-
ir mér nóg, þó þér ættfærið börn ykkar, ef þér viljið full-
komlega hreint gjöra fyrir yðar dyrum, heldur vil ég þér
sverjið öldungis fyrir alla karlmenn, að honum einum und-
anteknum. Annað kann ég yður ei ráðleggja.“
Önnur afskipti hafði Brynjólfur biskup ekki af þessu máli,
enda var hann nú búinn að afsala sér biskupsdómi í hendur
Þórði Þorlákssyni.
Ástríður fór að ráðum biskups, og hefur þegar verið sagt
frá dómi prestanna um skilnaðinn. Ástríður bjó síðar að
Mýrum í Dýrafirði, og þar er hún 1703 í tvíbýli við Bjarna
Jónsson. Þorbjörg og Kristín, dætur Ástríðar og Magnúsar,
voru eigendur að 40 hundruðum í jörðinni, og höfðu þær
eignazt þau, þegar faðir þeirra dó. Árið 1710 var hún enn
þá hjá Kristínu, dóttur sinni, á Mýrum og Snæbirni Páls-
syni, eiginmanni hennar.
Ástríður dó 30. ágúst 1719.
Magnús og Ástríður eignuðust tvær dætur, Þorbjörgu og
Kristínu. Þorbjörg var fædd 20. febrúar 1667, en dó 19. maí
1737. Hún giftist 8. nóvember 1696 Páli Vídalín lögmanni í
Víðidalstungu. Hann var einhver mesti vitmaður sinnar tíð-
ar, skáld gott og fræðimaður mikill. Hann dó 18. júlí 1727.
Páll og Þorbjörg höfðu verið trúlofuð, frá því að Páll var í
Hólaskóla. En Magnús digri vildi ekki samþykkja ráðahag-
inn, fyrr en Páll var orðinn skólameistari í Skálholti, og þó
var það samþykki gefið með tregðu. Þorbjörg var á Hólum
við hannyrðanám hjá Bagnheiði, föðursystur sinni, konu Gísla
Þorlákssonar biskups, þegar þau trúlofuðust.
Kristín var fædd árið 1672, en dó 1714. Hún giftist í apríl
1706 Snæbirni Pálssyni, stórbrotnum óróamanni, sem kall-
aður var Mála-Snæbjörn af þeim sökum.