Skírnir - 01.01.1956, Blaðsíða 187
Skírnir
Bein Páls biskups Jónssonar
185
Páls, og þar sem hún er jafnframt breiðari, verður ennis-
breiddar-breiddar vísitalan mjög lág, 60,8, sem er nokkru
neðan við það, sem ég hef fundið lægst á íslenzkri hauskúpu.
Það er athyglisvert, að það, sem sérkennilegast er við haus-
kúpu Páls biskups, kemur einnig fram á hinum tveim öðr-
um hauskúpum af afkomendum Halls af Síðu, sem kunnar
eru. —
Nú hef ég áður talið líklegt, að hið lága höfuð íslendinga
væri komið í ættir þeirra frá Bretlandseyjum og fært því
til stuðnings, meðal annars, vikingahauskúpur fundnar á
Bretlandseyjum, þar á meðal þeirra jarlanna Magnúsar og
Rögnvalds. Hins vegar er ekki vitað um Pál biskup, að hann
eigi svo mjög umfram aðra fslendinga til langfeðga að telja
af Bretlandseyjum, er réttlætt gæti, að hann sverji sig svo
mjög í ættir Eyjajarla. Maður á erfitt með að hugsa sér, að
það geti allt verið frá hinum eina sameiginlega forföður,
Halli af Síðu.
Að vísu eru í langfeðgatali Sæmundar fróða menn eins og
Helgi magri og Sæmundur suðureyski, og Hallur af Síðu var
afkomandi Rögnvalds Mærajarls, en allir þessir menn höfðu
náin afskipti af málefnum manna vestan hafs, þó að um
ættartengsl þar sé ekki getið. Eftir landnám er ekki getið um
neina ættingja Páls, er ætla má, að ættaðir séu af Bretlands-
eyjum, en að visu koma þar ekki öll kurl til grafar og áfram
haldast að minnsta kosti viðskipti við þær, eins og fram
kemur meðal annars í þvi, að Hallur af Síðu á göfuga af-
komendur í Orkneyjum.
Um Þóru, ömmu Páls biskups, tel ég ekki útilokað, að hún
gæti verið ættuð af Bretlandseyjum, svo víða sem spor Magn-
úsar berbeins lágu. Sturlunga segir að vísu, að Loftur Sæ-
mundsson hafi fengið Þóru í Noregi, en Heimskringla lætur
þessa ekki getið, og Jón Loftsson var í fóstri hjá Andrési
Brúnssyni og Solveigu konu hans í Konungahellu. Allt bend-
ir þetta frekar í þá átt, að móðir Þóru hafi verið norskrar
ættar.
I sögu Páls biskups segir, að hann væri á hendi Haraldi
jarli í Orkneyjum og að hann hafi lagt mikla virðing á Pál.