Skírnir - 01.01.1956, Blaðsíða 163
Skírnir Islenzkur skólaskáldskapur 1846—1882 161
lega fyrirmyndin varðandi formið, en orðfærið er hátíðlegt
um of og eintöl fulllöng.
Jónas fékkst og við sagnagerð í skóla. Sumarnótt1) nefnist
ævintýrakennd draumsaga eftir hann, sögð í 1. persónu. Sögu-
mann dreymir, að gamall maður segir honum sögu glataðrar
ævi sinnar og drekkir sér síðan í fosshyl. Svipuð þessari sögu
að viðkvæmnisblæ er sagan HingaS og þangaS.2 3 4) Þar er lýst
dapurlegum sýnum dcyjandi stúlku, sem vaknar þó aftur til
lífsins. Bezta skólasaga Jónasar er Sætar syndir verSa aS sár-
um bótumd) Þetta er frásögn í 1. persónu um skólapilt, sem
fær ást á stúlku og vanrækir því nám sitt. Um síðir kemur
það upp úr kafinu, að stúlkan er léttúðardrós, sem gengur
með barni. Lýkur þá þessu ástarævintýri, sem verður þess
valdandi, að pilturinn er kyrrsettur í sama hekk veturinn
eftir. Sagan er skemmtilega rituð og er laus við tilfinninga-
semi þá, sem óprýðir hinar sögurnar tvær. Þá hefur Jónas
samið eitt allsnoturt ævintýri, sem heitir Lokkurinný) Af rit-
gerðum Jónasar frá skólaárunum er merkust Yfirlit yfir bók-
menntir Islendinga á 19. öld.5)
Að loknu námi mun Jónas hafa hætt að yrkja að mestu
eða öllu leyti, en hins vegar samdi hann allmargar sögur í
anda raunsæisstefnunnar. Lýsir hann þar nær eingöngu
skuggahliðum lífsins, en vísi að þess háttar lýsingum er að
finna í skólasögu hans, Hingað og þangað. En merkasta verk
Jónasar er fróðleiksnáman Islenzkir þjóShættir.
Einar Hjörleifsson fæddist í Vallanesi 6. desember 1859.
Hann var tekinn í lærða skólann 1875 og lauk stúdentsprófi
1881. Síðan las hann hagfræði við Hafnarhóskóla um hríð,
en fluttist til Vesturheims 1885 og var ritstjóri Heimskringlu
um skeið 1886 og Löghergs 1888—95. Hann hélt því næst til
1) Rit Bandamannafélagsins I (1875—76), Lbs. 3325, 4to, 55.—66. bls.,
einnig í Lbs. 3367, 4to.
2) Sama IV (1878—79), Lbs. 3328, 4to, 31— 54. bls.
3) Sama V (1879—80), Lbs. 3329, 4to, 8.—21. bls.; Lbs. 3367, 4to.
4) Sama V, 304.—-307. bls.
5) Sama V, 90.—121. bls. Prentað nokkuð breytt í Tímariti Hins ís-
lenzka bókmenntafélags 1881.
11