Skírnir - 01.01.1956, Side 247
Skímir
Island þjóðveldistímans og menning
245
Ef bera skal saman ísland þjóðveldistímans og fsland nú-
tímans, má ekki gleyma því, að á fyrstu öldum fslandsbyggð-
ar var landið raunverulega betra land undir bú en það síðar
varð. Það er að vísu rangt, sem stundum er haldið fram,
að loftslagið hafi þá verið betra en nú, sanni mun nær, að
það hafi verið mjög svipað og það hefur verið nú síðustu ára-
tugina, en þá verður líka að hafa það hugfast, að loftslagið
hefur síðustu áratugina verið miklu betra en það var frá mið-
biki 17. aldar og fram til um 1890, þ. e. a. s. á mestu niður-
lægingaröldum íslenzku þjóðarinnar. Saga hafíss og jökla-
breytinga sannar þetta. Hins vegar er ekki hægt að finna nein
örugg rök fyrir því, sem oft hefur verið staðhæft, að loftslag
hafi versnað skyndilega um 1300. Hér er fremur um að ræða
hægfara breytingu, sem byrjar að líkindum á 13. öld og nær
hámarki á tímabilinu 1650—1890. En við þessar loftslags-
breytingar bætist mikil rýrnun landgæða af manna völdum.
Ég minni aftur á það, að þegar landnám hvítra manna hófst
á íslandi, var það eina stóra byggilega landsvæðið á jörðinni,
sem aldrei hafði verið mönnum byggt. Og það sem meira var,
á þeim 15 þúsund árum eða þar um bil, sem liðin voru síðan
ísa síðasta jökulskeiðs tók að leysa af landinu, hafði engin gras-
æta af flokki spendýra sezt hér að, nema ef vera skyldi ein
músartegund. Það voru því mjög örlagarík viðbrigði gróðri
landsins, þegar manneskjan flutti hingað með húsdýr sín,
sauðfé, geitfé, hesta og kýr.
Á Islandi er látlaus barátta háð milli jarðvegsmyndandi
og jarðvegseyðandi afla. Mikill hluti hálendisins er berir sand-
ar og urðarauðnir, sem veðrast mjög ört vegna hinna tíðu
skipta frosts og þíðu og vegna þess, að bergtegundirnar eru
yfirleitt auðveðraðar. Jöklarnir sverfa undirlag sitt og bera
árlega ógrynni af sandi og leir fram á sandana. Frá jökul-
söndunum og berum auðnum hálendisins feykja vindar
ógrynnum af sandi og dusti. Smnt berst til sævar, en mikið
af foksandinum binzt af gróðri láglendisins, svo að jarðvegs-
lagið þykknar ört. Sem dæmi má nefna, að jarðvegur á Suð-
urlandi hefur þykknað að jafnaði um 10 sm, síðan Katla gaus
1918. En jarðvegseyðandi öfl eru eigi síður hraðvirk. Fyrir