Skírnir - 01.01.1956, Blaðsíða 202
200
Jón Þórarinsson og Árni Kristjánsson
Skimir
Önnur ferð
til Vínar.
jafnóSum og leikið er. Þetta þótti í þá daga ein mesta íþrótt
tónlistarmanna. Wolfgang dvaldist nú í Salzburg nærri heilt
ár, en ekki sat hann auðum höndum. Faðir hans kenndi hon
um kontrapunkt, og mörg tónverk eru frá þessum tíma.
Haustið 1767 tók fjölskyldan sig upp enn að
nýju og fór nú til Vínar. Ýmis óhöpp komu fyr-
ir í þeirri ferð, og það verst, að börnin fengu
bæði bólusótt, og missti Wolfgang sjónina í 9 daga. Gest-
unum var vel tekið við hirðina sem fyrr, en nú tók að gera
vart við sig öfund og afbrýði annarra tónskálda og tónlistar-
manna, sem jafnan fylgdi Mozart síðan. Keisarinn fól hon-
um þó að semja óperu, og átti hann að stjórna flutningi
hennar sjálfur frá sembalinu, eins og þá var títt. Mozart
samdi óperuna „La finta semplice“ af þessu tilefni, en öfund-
armenn hans komu í veg fyrir, að hún yrði flutt eins og til
stóð. önnur ópera, „Bastien et Bastienne“, sem hér hefir ver-
ið sýnd undir nafninu „Töframa8urinn“, var þó flutt í einka-
leikhúsi læknis nokkurs, og mun það hafa verið Wolfgang
nokkur huggun. Ýmis önnur verk samdi hann, meðan hann
dvaldist í Vín að þessu sinni, þar á meðal tvær sinfóníur.
Það var Mozart mikið fagnaðarefni, er hann kom heim
aftur til Salzburg, að erkibiskupinn lét flytja í höll sinni óper-
una „La finta semplice“, sem hafnað hafði verið í Vín. Hann
sýndi hinum unga tónsnillingi einnig þann sóma að gera
hann að konsertmeistara sínum — án launa.
Ítalíuf" Wolfgang dvelst nú í Salzburg um skeið og
stundar nám sitt og tónsmíðar. En faðir hans velt-
ir fyrir sér nýjum ferðaáætlunum, og að þessu sinni á leiðin
að liggja til ftalíu. f þessa ferð var lagt upp í desember 1769.
Wolfgang skrifar móður sinni, áður en langt er á leið komið-
„Elsku mamma! Hjarta mitt hoppar af kæti yfir því,
hve allt er skemmtilegt, hve hlýtt er í vagninum og hve
vagnstjórinn er góður náungi. Hann ekur í loftinu, hve-
nær sem fært er.**1)
Þeir feðgar heimsóttu flestar merkustu borgir Ítalíu og
komust allt suður til Napoli. Einn af fyrstu viðkomustöðun-
1) Wörgl í Týról 13. des. 1769.