Skírnir - 01.01.1956, Blaðsíða 162
160
Gunnar Sveinsson
Skímir
Jónas
Jónasson.
Efni draumsins lýtur að ýmsum atvikum úr skólalífinu og
gerist í Valhöll, helvíti og húsi einu í Reykjavík. Leikur Sig-
urðar fer fram á sömu stöðum, og er þar lýst á skoplegan
hátt ýmsum þrengingum, sem Ég ratar í vegna ummæla
sinna í Draumi. Leikurinn er skrifaður af fjöri og mælsku
og er skemmtilegur aflestrar, en ómerkilegur sem leiksmíð.
Sigurður mun ekki hafa iðkað skáldskaparíþróttina, eftir
að skólanámi lauk, a. m. k. er ekki kunnugt, að hann hafi
látið neitt skáldaksparkyns eftir sig koma fyrir almennings-
sjónir.
Jónas Jónasson fæddist 7. ágúst 1856 á Úlfá í Eyjafjarðar-
dölum. Hann settist í lærða skólann 1875, lauk þaðan stúd-
entsprófi 1880, og kandidatsprófi úr Presta-
skólanum 1883. Sama ár vígðist hann til
Stóru-Valla á Landi og sat i Fellsmúla. Hann
varð prestur í Grundarþingum 1885 og sat á Hrafnagili. Árið
1905 fluttist hann til Akureyrar og varð þar stundakennari
við Gagnfræðaskólann, en gegndi jafnframt prestsþjónustu
til 1910, er hann fékk lausn, og var þá skipaður kennari við
skólann. Lausn frá kennaraembætti var honum veitt 1917.
Hann andaðist í Reykjavík 4. ágúst 1918.
Frá þremur síðustu skólaárum Jónasar eru til a. m. k. 10
kvæði eftir hann. Af þeim voru 2 skólaminni 1878 sérprent-
uð. Kvæði hans eru yfirleitt stirðleg og dapurleg og minna
á stöku stað á kveðskap Kristjáns Jónssonar. Einungis eitt
kvæði hans, Ein mórölsk elegía,1) er fjörlegt gamankvæði,
þar sem hann kýs að leika sér að „ljómandi bjórum og lipr-
ustu meyjum um kvöld,“ meðan harlómskrákur óskapast yfir
illsku veraldar.
„Hjáverk“ hausti'8 18762) nefnist leikur í 1 þætti eftir Jón-
as, og fjallar hann um ást tveggja vina á sömu konu, en vand-
inn leysist fljótlega, er annar þeirra deyr. Leikurinn er i
bundnu máli án endaríms, og er þýðing Matthíasar Joch-
umssonar á Manfred eftir Ryron (pr. í Khöfn 1875) sýni-
1) Rit Bandamannafélagsins III (1877—78), Lbs. 3327, 4to, 157. bls.
2) Sama II (1876—77), Lbs. 3326, 4to, 95,—116. bls.