Skírnir - 01.01.1956, Blaðsíða 171
Skírnir
Islenzkur skólaskáldskapur 1846—1882
169
ævintýrið um lóuna litlu, þar sem fram kemur samuð hans
með dýrunum (sbr. Fuglar í búri). 1 skólakvæðunum móar
fyrir ýmsu því, sem síðar einkenndi kveðskap hans, svo sem
hraða og lífsgleði. Hannes hefur átt létt með að yrkja þegar
í æsku, og kvæði hans eru létt í vöfum og með leikandi hljóð-
falli. Hann orti einhverju sinni á skólaárum sínum „Im-
promptu, um leið og Jón Jakobsson spilaði lagið“,a) en það
er vitanlega léttvægur skáldskapur.
Eftir að Hannes var kominn til Kaupmannahafnar að loknu
stúdentsprófi, fleygði kveðskaparhæfileika hans stórum áfram.
Þar orti hann flest af beztu kvæðum sínum og birti þau í
Verðandi 1882, Heimdalli 1884 og víðar. í kvæðum hans
kveður við nýjan tón karlmennsku og lífsgleði í íslenzkum
bókmenntum.
Þorsteinn Erlingsson var fæddur 27. september 1858 að
Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum. Hann settist í lærða skólann
Þ ste' ín 1877, lauk þaðan stúdentsprófi 1883 og
stundaði síðan laganám við Hafnarháskóla
Erlingsson. 1883_87- Eftír þa5 dvaldist hann áfram í
Kaupmannahöfn til 1896, er hann fluttist til Seyðisfjarðar,
og var hann þar ritstjóri Bjarka fram undir aldamótin. Því
næst var hann ritstjóri Arnfirðings á Bíldudal 1901—03, en
settist þá að í Reykjavik og naut skáldastyrks, sem honum
hafði verið veittur síðan 1895. Þorsteinn andaðist í Reykja-
vik 28. september 1914.
Áður en Þorsteinn kom í skóla, hafði hann ort töluvert,
einkum lausavisur. Fyrsta kvæði hans, sem prentað var, erfi-
ljóð um Pál Pálsson frá Árkvörn, birtist í Þjóðólfi 16. októ-
ber 1876. Eru þetta huggunarljóð til móður hins látna.
Kvæðið er lipurlega ort, en þó er ljóðstafasetningu ábótavant
í 1. erindinu. Þorsteinn birti aðeins 9 kvæði eftir sig í Ritum
Bandamannafélagsins, og eru þau þessi: Fyrsti sumarfuglinn
1820 og nokkuð,1 2 3 4) Vormorgunn, Andvarp, Kvein, Kve'Öja,')
1) Lbs. 1151, 8vo.
2) Lbs. 3329, 4to, 71.bls. (1879—80).
3) Sama, 300,-—03. bls.
4) Lbs. 3330, 4to, 167,—70. bls. (1880—81).