Skírnir - 01.01.1956, Blaðsíða 282
280
Ritfregnir
Skímir
ara, sem er þó sjálfum sér verstur. Svo er til að mynda Sýnt og faliS,
eitt allra bezta kvæðið í bókinni. Þar líkir skáldið sér við drauginn, sem
leikur sér í rökkri að gulli. Á sama hátt rislar það sér við sárar minn-
ingar, en hefur glatað hinu sanna gulli: lífsnautninni frjóu, sem Jónas
kallar, ef eg skil rétt. Á vetrarkvöldum saknar skáldið hrossa og heiða-
grasa. Helzta afþreyingin er þá „að sitja kyr á sama stað, en samt að
vera að ferðast," leggja á fákinn í anda og þeysa fram með angandi
hlíðum. Sjá öfund. En ætti eg að segja, hvert þessara kvæða mér þætti
lýsa höfundi sínum bezt innst inni og væri um leið einna fágaðast að gerð,
fullnægði bezt ströngum kröfum, væri það Vegalaus:
Nú kitlar litla lóu undir væng
og langar til að þreyta flugið heim.
Hún þráir kalda, mjúka mosasæng
og móa sína, hreiðurskál í þeim,
því vorið er á gangi norður geim.
Og bráðum skautar suðurfjöllum sól,
og sundur rennur snjór og hjarn og ís,
og sérhver laut er bráðum hreiðurból,
og börnum lofts er heima fæða vís.
Og unga getur varið vorgrænt hris.
Ö, guð, að mætti mig og heimför hrjá,
að hefði ég sem lóan vonarstað,
svolítinn blett, sem þyrði ég að þrá.
Kaflinn endar á Kvöldbæn:
Fel þú mig, Svefn, í svörtum, þykkum dúkum,
sveipa mig reifum löngum, breiðum, rnjúkmn,
réttu svo strangann þínum þögla bróður.
Þá ertu góður.
Síðasti flokkur bókarinnar eru þýðingar, flestar á ljóðum eftir Th.
Lange. Þó að ýmislegt sé vel gert og snjallt í þýðingunum, eru í flestum
þeirra orð eða hendingar, sem falla ekki nógu vel að efni og byggingu
hvers kvæðis í heild og draga því úr áhrifunum. Bezt tekst þýðandanum,
þar sem höfundurinn er gagntekinn af bölsýni, vonbrigðum og iðrun,
eins og t. d. við smákvæðið ÞaS fúnar eftir Lange. En Sigurði virðist
sýnna um að túlka og færa í búning sjálfs sín hugsanir en annarra. Þetta
sést bezt, þegar borin eru saman þýddu kvæðin í þessari bók og tvö frum-
ort ljóð, sem þeim fylgja, Svar þýSandans við SkoSanamun (úr sænsku)
og Orsök þýSinganna eftir Sigurð; sem bæði eru hnitmiðaðri og heilsteypt-
ari en flestar þýðingamar. Kvæðið Orsök þýSingarma er þannig:
Veiztu, hvað ég vildi gera?
Vera þér tæki, fram þig bera,