Skírnir - 01.01.1956, Blaðsíða 221
Skímir
Wolfgang Amadeus Mozart
219
var að vísu upp með sér af því að hafa slíkan mann í þjón-
ustu sinni, en hvorki vildi hann leyfa Mozart að leika á
hljóðfæri í húsum annarra höfðingja né heldur að halda tón-
leika. 1 viðtölum við Mozart ávarpaði erkibiskup hann varla
með öðru en skammaryrðum, og siðasta viðtali þeirra lykt-
aði svo, að yfirbryti erkibiskups sparkaði Mozart út úr stof-
unni. Hafði Mozart þó í þessum viðskiptum öllum sýnt að-
dáunarverða hæversku og langlundargeð. En nú taldi hann
sig lausan allra mála við erkibiskupinn. Skrifaði hann föður
sínum, að hann mundi aldrei starfa í Salzburg framar, enda
hataði hann erkibiskupinn af heilum hug.
Þetta var í júní 1781. Það var ekki sá árstími, að tónleikar
væru haldnir, og aðalsfólkið var á sveitasetrum sínum og
því fátt um nemendur í borginni. En Mozart sökkti sér niður
í tónsmíðar sínar og samdi margvísleg tónverk. Brátt fékk
hann viðfangsefni, sem tók hug hans allan, en það var óper-
an „Konuránið“ („Die Entfúhrung aus dem Serail“), fyrsti
þýzki söngleikur hans.
Um veturinn 1781—82 mun hann hafa hitt
i . Haydn1) í fyrsta skipti. Tókst með þeim vinátta,
sem entist, meðan Mozart lifði, og hafði mikil
áhrif á tónskáldin bæði, enda þótt Haydn væri 24 árum eldri
en Mozart. Er það athyglisvert, að báðir sömdu heztu verk sin,
eftir að þessi kynni tókust með þeim.
Það var um þetta leyti, sem þeir Mozart og Clementi2) háðu
eins konar keppni með sér fyrir tilstilli keisarans. Varðveitzt
hafa ummæli þeirra hvors um annan. Clementi skrifar um
Mozart:
„Aldrei hefi ég heyrt jafnlifandi leik, andríkan og þokka-
fullan í senn. Bezt þóttu mér samt tilbrigði, leikin af
fingrum fram, um stef, sem keisarinn valdi. Við lögðum
báðir út af því, hvor um sig, og lékum hvor undir meó
öðrum.“3)
1) Joseph Haydn (1732—1809) var, við hlið Mozarts, ágætasta tónskáld
síns tíma. 2) M. Clementi (1752—1832), frægur píanóleikari og kennari,
einn af upphafsmönnum nútíma-tækni í píanóleik. 3) 1 des 1781.