Skírnir - 01.01.1956, Side 213
Skímir
Wolfgang Amadeus Mozart
211
fique. Ég var að koma heim rétt í þessu frá einum þess-
ara concerts spirituels. Við Grimm barón látum iðulega
gremju okkar fá útrás yfir tónlist þeirri, sem við heyrum
hér, auðvitað hvor við annan, okkar á milli. En í tón-
leikasölunum æpum við hravó, bravissimó, og klöppum,
þangað til fingumir em dofnir.
Eftirskrift:
. . . Hjartkæri faðir, ég verð að hiðja yður enn einu sinni
að gera yður ekki þessar áhyggjur og vera ekki svona
órólegur; það er engin ástæða til þess nú. Ég er loksins
kominn á stað, þar sem vissulega er hægt að afla sér
fjár, þó að það kosti óhemjuerfiði og fyrirhöfn. En til
alls er ég húinn, sem gæti glatt yður. Það, sem mér
gremst einna mest, er, að þessir frönsku herrar skuli ekki
hafa hætt smekk sinn meir en svo, að þeim stendur nú
á sama, hvað þeir heyra. Að ætlast til þess, að þeir skynji,
hvað tónlist þeirra sjálfra er léleg eða heyri að minnsta
kosti einhvern mun — nei, verndi oss allar góðar vættir!
Og hvernig þeir syngja! Drottinn minn dýri! Ó, að ég
þyrfti aldrei að heyra eina þessara frönsku drósa syngja
ítalska aríu. Ég get fyrirgefið henni, þegar hún gólar sitt
franska glamur, en ekki að hún spilli góðu lagi! Það er
óþolandi."1)
„ . .. Monsieur Grimm fékk mér bréf til hertogafrúar-
innar af Chahot, og ég heimsótti hana. Efni bréfsins var
að tala máli mínu við hertogafrúna af Bourbon og kynna
mig henni á ný og minna hana á mig. Vika leið, án þess
að mér bærist nokkurt svar. En þar eð hún hafði beðið
mig að heimsækja sig að viku liðinni, efndi ég heit mitt
og fór þangað. Ég varð að bíða hálfa klukkústund í stóru,
ísköldu, óhituðu herbergi, sem, meira að segja, var án
nokkurs eldstæðis. Loks birtist hertogafrúin af Chahot.
Hún var kurteisin sjálf og bað mig að gera mér að góðu
hljóðfærið, sem stóð þar í herberginu, með því að ekk-
ert af hljóðfærum hennar sjálfrar væri í lagi. Myndi ég
vera fáanlegur til að reyna það? Ég sagði henni, að mér
1) París, 5. apríl 1778.