Skírnir - 01.01.1956, Blaðsíða 157
Skírnir
Islenzkur skólaskáldskapur 1846—1882
155
Indriði
Einarsson.
1 óbundnu máli ritaði Valdimar aðeins gamansama Reykja-
víkurlýsingu á dönsku í skólablaðið.1)
Skólaskáldskapur Valdimars ber mjög svip glaðværðar og
gamansemi. Að námi loknu varð mikil breyting á yrkisefn-
um hans. I stað skopkvæðanna tók hann að yrkja sálma og
ljóð um Biblíuefni. Sálmar hans, sem eru fræðandi og vekj-
andi og ortir af mikilli rímlist, hafa skipað honum í fremstu
röð íslenzkra sálmaskálda.
IndriSi Einarsson fæddist 30. april 1851 að Húsabakka í
Skagafirði. Hann settist í lærða skólann 1866, lauk þaðan
stúdentsprófi 1872 og prófi í stjórnfræði frá
Hafnarháskóla 1877. Árið 1878 var hann
settur endurskoðandi landsreikninganna
(skipaður 1879) og gegndi þvi starfi til 1904. Hann var full-
trúi í fjármáladeild stjómarráðsins 1904—09, en síðan skrif-
stofustjóri til 1918, er hann fékk lausn. Eftir það hafði hann
rithöfundarlaun til æviloka. Hann andaðist í Reykjavík 31.
marz 1939.
1 Fjölsvinni hafa varðveitzt nokkur kvæði eftir Indriða,
tilkomulítil og dapurleg að blæ, svo sem Það var verið að
grafa.2) Síðar (1885) hefur hann skrifað við tvö kvæðanna
Non imprimatur (prentist ekki).3) Langbezta skólakvæði
hans er Þorgeir og Ingibjörg. Miðaldakvœði, óprentað í „Is-
lenzkum fornkvœðurn.“4) Þar tekst Indriða furðuvel að ná
anda þjóðkvæðanna. Loks er vitað, að hann þýddi eitthvað
af kvæðum Ossians í skóla.5)
Þrjár smásögur eftir Indriða eru ritaðar i skólablaðið. Hin
fyrsta nefnist Guðrún og Sigríður.6) Efnið er á þá leið, að
stúlka falsar uppsagnarbréf í nafni fóstursystur sinnar til
unnusta hennar vegna afbrýðisemi. Hann fremur sjálfsmorð,
1) En geographisk Skildríng af Reykjavig, Fjölsvinnur, ll.mai 1867,
1.—5. bls., Lbs. 3367, 4to.
2) Fjölsvinnur, okt. 1870, Lbs. 3320, 4to, 12. bls.
3) Sama, nóv. 1870 og jan. 1871, 52. og 94. bls.
4) Fjölsvinnur, jan. 1872, 62.—63. bls., Lbs. 3321, 4to. Prentað í siðasta
(XXX.) árgangi Nýrra félagsrita, 1873, 125.—27. bls.
5) Séð og lifað, 93. bls.
6) Fjölsvinnur, des. 1869, Lbs. 3319, 4to, 43.—63. bls.