Skírnir - 01.01.1956, Blaðsíða 186
184
Jón Steffensen
Skímir
asti maðr, mikill at vexti, drengiligr og skýrligr at yfirlitum“
(Flat. II, 431), og enn fremur á öðrum stað: „grannvaxinn
ok drengiligr ok allra manna fríðastr ok tíguligastr“ (Flat. III,
178). Samkvæmt rannsóknum Reids á beinum Magnúsar
helga var hæð hans 175 cm, og samrýmist það því, að hann
var mikill að vexti. Heilabú hans var heldur stærra en Páls,
en ekki meira en svarar mismun á líkamshæð þeirra. Lengdar-
breiddar vísitalan er 79,3, þ. e. á mótum meðallanghöfða og
stutthöfða. Eyrnahæð hauskúpu Magnúsar var enn minni en
Páls (103 mm á móti 103,7) og sama gildir um eyrnahæðar-
breiddar vísitöluna (70,5 á móti 70,8). En munnrinn á öll-
um þessum auðkennum er svo lítill, að segja má, að haus-
kúpurnar séu eins í þessum atriðum.
Andlitið er nokkru breiðleitara og nefið breiðara, í hlutfalli
við lengd þess, á hauskúpu Magnúsar heldur en Páls, en á
báðum er andlitið stórt miðað við heilabúið. I tveim atriðum
er mikill munur á þessum mönnum. Magnús er með frekar
breitt enni og óvenju-hár til hnésins. Hins vegar eru þeir
báðir fótsmáir.
Annar Orkneyjajarl var fjarskyldur ættingi Páls biskups.
Það var Rögnvaldur Kolsson, er var systursonur Magnúsar
helga og komst í dýrlingatölu eins og hann. Á Rögnvaldi er
þessi lýsing í Flateyjarbók: „meðalmaðr vexti, kominn vel
á sik, limaðr manna bezt, ljósjarpr á hárslit.“ Rein Rögn-
valds eru einnig varðveitt í Magnúsarkirkju í Orkneyjum,
og hefur Reid rannsakað þau. Líkamshæð Rögnvalds reynd-
ist 172% cm, þ. e. meðalhæð á þeirrar tíðar íslenzkan mæli-
kvarða. Hlutfallið milli lærleggs- og sköflungs-lengdar er
eðlilegt, en útlimabein Rögnvalds eru öll gildari og vöðva-
festur meiri en á beinum Magnúsar og Páls, enn fremur
hefur hann verið mun fótstærri en þeir. Heilabú Rögnvalds
hefur verið stórt, og hæð þess frekar lítil, þó hvergi nærri
eins og Magnúsar og Páls. Enn fremur er lengdar-breiddar
vísitala (78,1) hauskúpu Rögnvalds nokkru lægri en Magn-
úsar, en þó nokkru ofan við meðaltal íslenzkra hauskúpna.
1 einu atriði er náin líking með hauskúpum Páls og Rögn-
valds. Hauskúpa hins síðarnefnda er enn ennismjórri en