Skírnir - 01.01.1956, Blaðsíða 58
56
Jón Jóhannesson
Skímir
fremur en aðrar, hvort Ólafur var konungur í Dyflinni eða
ekki.
Fornleifafræðingar hyggja, að Ólafur konungur af Vestfold
hafi verið heygður í Gokstaðaskipinu, en allt, sem um þann
haug er vitað, getur einnig átt við Ólaf konung í Dyflinni,
enda segja „Three Fragments“, að hann hafi farið til Noregs
871 til liðveizlu við föður sinn, og er hans síðan ekki getið
vestan hafs. Er því sennilegast, að hann hafi látizt í Noregi.
Ekkert er að marka, þótt engar írskar minjar fyndust í
haugnum, því að hann hefur einhvern tíma verið rofinn og
tekið brott það fé, sem í hann hafði verið borið. Þó fannst í
skipinu páfugl, sem sýnir, að höfðinginn hefur haft vestræn
sambönd, því að páfuglar voru þá mjög fáséðir eða óþekktir
í Noregi, en algengir í Frankaríki.1 Ekki er mér kunnugt,
hvort páfuglar voru tíðir á frlandi, en þangað hafa þeir get-
að borizt sem verzlunarvara. Allmikill fjöldi írskra gripa hef-
ur þó fundizt á Vestfold frá víkingaöld, og telur prófessor
Shetelig mjög líklegt, að menn þaðan hafi tekið þátt í hern-
aði á írland.2 Meðal annars fundust allmiklar írskar minjar
í drottningarhaugnum, sem kenndur er við Oseberg á Vest
fold. Þær benda til, að einhver maður nákominn drottning-
unni og konungsættinni á Vestfold hafi herjað á frland á
fyrra helmingi 9. aldar eða um miðja öldina, því að ólíklegt
má teljast, að gripir þessir hafi borizt með kaupmönnum.
Berast þá böndin að Ólafi Goðröðarsyni eða ættingjum hans.
Af þeirri sögn, að „Westfaldingi“, o: menn frá Vestfold í
Noregi, hafi komið til Loire í Frakklandi og herjað á Nantes
með 67 skipum árið 843, má ef til vill einnig ráða, að þeir
hafi herjað á írland um þær mundir. Walther Vogel hefur
leitt að þvi rök í hinu ágæta riti sínu um Normanna og
Frankarikið (Die Normannen und das Frankische Reich bis
zur Griindung der Normandie), að víkingar þeir, sem herj
uðu á vesturströnd Frakklands kringum mynni Loire og þar
fyrir sunnan, hafi stundum komið frá írlandi. Telur Vogel,
1 A. W. Brogger og Haakon Shetelig: Vikingeskibene (1950), 189.
2 Viking Antiquities I (1940), 57.