Skírnir - 01.01.1956, Blaðsíða 214
212
Jón Þórarinsson og Ámi Kristjánsson
Skírnir
væri sönn ánægja að þvi að leika eitthvað fyrir hana, en
það væri ógerlegt eins og á stæði, þar eð fingur mínir
væru dofnir af kulda. Ég bað hana að fara með mig inn
í eitthvert annað herbergi, þar sem eldur væri á arni.
„Oh, oui, Monsieur, vous avez raison“, var eina svarið
sem ég fékk. Hún settist niður og fór að teikna og hélt
því áfram í heila klukkustund í viðurvist einhverra heldri
manna, sem sátu allir í kringum stórt horð. Þarna naut
ég þess heiðurs að mega dúsa heila klukkustund. Gluggar
og dyr stóðu upp á gátt, svo að ekki einungis fingur mín-
ir, heldur og húkurinn og fæturnir, urðu ískaldir, og höf-
uðið tók að verkja. Þarna ríkti sem sé altum silentium,
og ég vissi ekki, hvað til bragðs skyldi taka, fyrir hrolli,
höfuðverk og ólund. Ég hugsaði með mér: „Ef það væri
ekki vegna Monsieur Grimms, myndi ég óðara hverfa
héðan á brott.“ En í stuttu máli sagt, — að lokum lék
ég á þetta auma, andstyggilega hljóðfæri. Mest skapraun
varð mér þó að því, að Madame og allir herrarnir létu
ekki andartak af teikningunni, svo að ég varð að leika
fyrir stólana, horðin og veggina. Þetta varð mér óhæri-
legt, og stóðst ég ekki mátið. Byrjaði ég þá á Fischer-
tilbrigðunum, en hætti í miðju kafi og stóð upp. En þá
rigndi yfir mig lofsyrðunum. Ég svaraði því einu til, að
ég fengi ekki notið mín á þetta hljóðfæri og kysi helzt
að koma og leika fyrir þau einhvern annan dag, er kost-
ur væri á hetra hljóðfæri. En hertogafrúin mátti ekki
heyra á það minnzt, að ég færi, og varð ég enn að híða
hálfa klukkustund, áður en eiginmaður hennar kæmi.
Hann settist við hlið mér og hlustaði með mikilli eftir-
tekt, en ég, — ég gleymdi bæði kulda og höfuðverk og
lék, hvað sem hljóðfærisskriflinu leið, eins vel og ég get
gert, þegar bezt liggur á mér. Þó að þér létuð mig fá
bezta hljóðfæri álfunnar, þætti mér lítils um vert, ef ég
hefði áheyrendur, sem ekkert skilja eða vilja skilja og
taka ekki neinn þátt í því, sem ég leik fyrir þá.
Þér hvetjið mig til þess að fara í heimsóknir í því
skyni að eignast nýja kunningja eða hressa upp á gömul