Skírnir - 01.01.1956, Blaðsíða 261
Skímir
Ritfregnir
259
og skrifa sem næst orðalagi þeirra. Þessi stefna Jóns hefur haft mikil
áhrif; skrásetjendur hafa fyrir bragðið skrifað miklu nær munnlegri frá-
sögn en annars hefði orðið, því að áður höfðu menn tilhneigingu til að
fornskrúfa sögurnar, en sumir að gefa þeim skáldlegan búning.
Þá var það siður margra útgefenda þjóðsagna áður fyrr, að víkja frá
uppskriftunum og gefa öllu sinn stíl. En einnig um þetta var Jón Áma-
son hófsamur; hann fór að vísu í gegnum textana og lagfærði hér og
þar, en ég hygg, að það hafi verið gert með stakri nærfærni. Rannsókn
hefur aldrei verið á því gerð, hversu þessu er háttað.
Sá, er þetta ritar, átti sér lengi draum um vísindalega útgáfu þjóð-
sagna Jóns Árnasonar, þar sem sjá mætti allar breytingar frá frumtext-
unum til hins prentaða texta, að því leyti sem slíkt yrði rakið. Ég hugs-
aði mér texta Jóns prentaðan þannig, að leiðréttar væm prentvillur
(sem em nokkuð margar), en neðanmáls væri gerð grein fyrir breyting-
um. Þetta hefði ef til vill ekki verið skemmtiútgáfa, en hún hefði sýnt
vel verk Jóns og heimildir hans.
Þó að í nýju útgáfunni af þjóðsögum Jóns sé farin önnur leið, þá mið-
ar hún nokkuð í sömu átt. Þar er gagngert leitað til fmmtexta sagnanna,
og er í hvert sinn tekin hin elzta uppskrift hverrar sögu og sett inn í
sitt rúm í staðinn fyrir texta Jóns. Er þetta vitanlega ómetanlegt, þar sem
fmmtexti hverrar sögu er þar með birtur í eitt skipti fyrir öll. Frá þessu
varð þó að víkja, þegar Jón hafði brætt saman fleiri tilbrigði sögu en
eitt, þar var fylgt texta hans, en heldur er það sjaldgæft, eins og kunn-
ugt er. Inngangskaflar Jóns em og teknir eftir hinum prentaða texta hans.
í athugasemdum aftan við hvert bindi er tilgreint, eftir hverju er farið
í hvert sinn, en uppskriftir hverrar sögu em einnig tilgreindar, ef fleiri
em; beri menn athugasemdimar saman við kaflann „Um útgáfuna“ í
II. bindi, hygg ég þetta liggja allt ljóst fyrir, þó að greinargerð þessi
sé í stuttorðasta lagi. Auk sjálfs texta ritsins er hér prentaður formáli
og eftirmáli Jóns Árnasonar, auk formála Guðbrands Vigfússonar.
Til að sjá breytingar, sem sögurnar hafa orðið fyrir, má bera sögumar
hér saman við hinn prentaða texta Jóns, en þeir, sem girnast að sjá sögu
breytinganna, geta rakið sig eftir handritunum, sem tilgreind em í athuga-
semdunum, Á ýmsum stöðum er bætt við fyrirsögnum sagna, og hefði ég
raunar óskað, að þess hefði verið getið í hvert sinn; á stöku stað er röð
sagna breytt af prentlistarástæðum, og kann ég að vísu verr við það,
en miklu máli skiptir það ekki.
Ekki þarf í neinar grafgötur um það að ganga, hve feikna-mikið
verk hér hefur verið unnið. Þeir, sem til þess hafa orðið, em islenzku-
fraiðingarnir Árni Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson. Það er óhætt að
fullyrða, að þeir hafa sýnt mikla elju og samvizkusemi.
Margt er í frumtextunum, sem stendur nærri mæltu máli, og stundum
hóti nær en texti Jóns Ámasonar. Margir málfræðingar hafa þann galla,
að þá skortir tilbærilega virðingu fyrir mæltu máli og geta ekki stillt