Skírnir - 01.01.1956, Blaðsíða 185
Skímir
Bein Páls biskups Jónssonar
183
vísitölurnar því einnig þær sömu. Mestur er munurinn á nef-
vísitölunni. Páls hauskúpa er með nokkru minni nefbreidd
og meiri neflengd en meðaltal íslenzku hauskúpnanna, en
óvenjulegur er þessi munur ekki. Andlitið er stórt miðað við
heilabúið. Það er meðallangleitt og með meðalháar augna-
tóftir, en nokkurt ósamræmi er á þeim, því að sú vinstri er
talsvert styttri en sú hægri. Nefið er langt miðað við breidd.
Kjálkarnir eru sterklegir með nokkurn kjálkagarð eða torus,
tennur talsvert slitnar, en fallegar, án skemmda. Enga enda-
jaxlanna hefur Páll tekið, en það er almennt á íslenzku haus-
kúpunum til foma. Yfirleitt er andlitið vel mótað og fínlegt,
svo að trúlegt er, að Páll hafi verið fríður sýnum, ef til vill
með dálítið kvenlegt útlit, en í öllu íslendingslegt andlitsfall.
Það gæti verið fróðlegt að skyggnast dálítið um til að at-
huga, hvort unnt er að rekja nokkru nánar þessi mjög svo
áberandi auðkenni Páls biskups, þ. e. hinn skamma sköflung,
hið lága höfuð og hina lágu ennisbreiddar-breiddar vísitölu.
Stuttur sköflungur og lág ennisbreiddar-breiddar vísitala er
mjög áberandi einkenni meðal Þjórsdæla hinna fornu, og þar
sem ekki er lengra milli sveitanna, mætti vel hugsa sér skyld-
leika milli Þjórsdæla hinna fomu og Oddaverja, en hins vegar
hefur mér ekki tekizt að rekja þar saman náinn skyldleika,
svo að þetta atriði verður að liggja milli hluta. Amma Páls
biskups, kona Lofts Sæmundssonar hins fróða, var Þóra, er
talin var dóttir Magnúsar konungs berfætts, en ekki er getið
móðernis Þóru. Hálfbróðir Þóra var Sigurður Jórsalafari kon-
ungur. Hauskúpa Sigurðar er til í Noregi, og hefur Schreiner
rannsakað hana, en ekki verður séður á henni neinn náinn
skyldleiki við Pál. Sigurður er áberandi langhöfði og með
stórt höfuð eins og norsku víkingamir. Ennisbreiddar-breidd-
ar vísitalan miklu hærri en hjá Páli, en hins vegar er Sig-
urður með frekar lágt höfuð miðað við víkingana, en ekki
lægra en gerist með Islendingum. önnur hauskúpa, ásamt
leggbeinum, er til af fjarskyldum ættingja Páls. Það eru bein
Magnúsar helga Orkneyjajarls (f 1115). Hann og Páll eru að
6. og 7. lið frá Halli af Síðu. Af Magnúsi er þessi lýsing í
Flateyjarbók: „Hinn heilagi Magnús Eyjajarl var hinn ágæt-