Skírnir - 01.01.1956, Blaðsíða 100
98
Páll S. Árdal
Skírnir
siðadóma, hugsa og tala um siðferði. Hann leitast við að finna
rökrænt samband milli setninga og orða, sem notuð eru í
þessum tilgangi. Við skulum nú atliuga nánar hliðstæðuna
milli hoða og siðadóma, sem Hare leggur svo mikla áherzlu á.
Við notum siðadóma til að breyta hegðun manna, en í
merkingu hvers dóms um gildi felast tilmæli um, að menn
breyti á einn veg frekar en annan. 1 þessu samhandi verður
að skilja orðið „tilmæli" þannig, að við getum sagt, að við
mælumst til þess, að við sjálf gerum eitthvað. Við notum
siðahugtök, er við erum sjálf að hugsa um, hvað við eigum
að gera. Við erum í vafa um, hvað gera skuli. Þetta getum
við sett fram í spurningunni: Hvað á ég að gera? Svarið
við þessari spurningu er: Gerðu x. Boðháttur er notaður, er
við svörum slíkum spurningum. Ef við á hinn bóginn spyrjum
um eðli eða útlit einhvers, er lýsingin sett fram í setningum
í framsöguhætti. Tunguna má þá nota bæði til forskriftar og
lýsingar, en notkun hennar til mats er skyldari forskrift en
lýsingu, jafnvel þótt matssetningin sé í framsöguhætti eða
viðtengingarhætti. Engin lýsing réttlætir, að af henni sé rök-
fræðilegá dregin forskrift. Ef á hinn hóginn höfuðforsendan
er dulbúin forskrift, gilda formrökfræðileg lögmál „syllogism-
ans“. Við skulum nú taka dæmi um þetta. Kennarinn segir:
Leystu öll dæmin á blaðsíðu 12 í reikningsbókinni. Ef dæmi
nr. 12 er eitt dæmanna á hls. 12, er augljóst, að af þessum
forsendum má rökrétt draga skipunina. Leystu dæmi nr. 12.
Setjum nú siðareglu sem höfuðforsendu. Ætíð er rétt að gefa
sönn svör við öllum spurningum. Staðhæfingin x er satt svar
við þessari spumingu. Af þessum forsendum má draga álykt-
unina „staðhæfðu x“. Á þennan hátt getum við notað siða-
reglur til þess að leiðheina okkur, er við erum í vafa um,
hvernig við eigum að breyta. Hlutverk siðaboða er þetta eitt,
og sama máli gegnir um allt mat. Þetta er þó ef til vill ekki
augljóst, þegar við segjum, að eitt sé gott, annað illt, rangt,
ómerkilegt, vegna þess að öll þessi orð eru lýsingarorð, sem
virðast frekar lýsa því, hvernig eitthvað er. Setningar, þar
sem þessi orð eru notuð, virðast líkari lýsingum en forskrift-
um. Orð þessi hafa auðsjáanlega lýsingarmátt, en rangt er