Skírnir - 01.01.1956, Blaðsíða 49
Skímir
Huglægni og hlutlægni
47
við þessa gerð listrænnar hlutlægni. Að vissu leyti er hér
auðvitað um að ræða meira eða minna, um fjölda. Dæma-
safninu til fyllingar þyrfti í rauninni að verða samanburðar-
skrá. En ef það er ekki ógerningur, þá er það að minnsta kosti
erfitt að semja slíka skrá um efni af þessu tæi. Jafnvel greini-
leg dæmi um „myndræn áhrif“ geta að verulegu leyti verið
óliks eðlis, jafnvel þótt þau virðist fullkomlega sambærileg
frá tilteknu sjónarmiði. Atriði úr Sölku Völku ætti að geta
stutt þessa fullyrðingu. Á páskadag hefir lík Sigurlínu fund
izt í fjörunni:
Menn stóðu þar í kringum dálitla gráa, aflanga rekalds-
þúst, sem hafði skolað upp í sandinn. Hún var klædd í
gamla, gráa kjólræfilinn sinn, sem allur var slitinn á al-
bogunum, og í gráu neðanprjóningunum, sem hún hafði
fengið í jólagjöf í hitteðfyrra. Og á fótunum voru gatslitnu
hrosshúðarskórnir, úr skæðunum, sem Eyjólfur gamli
keypti í haust innan úr dal fyrir sjötíu og fimm aura. Þeir
voru fullir af sandi, en þörungsblaðka hafði vafizt um
annan fótinn. Annar armurinn vísaði dálítið út frá hlið-
inni og á þeirri hönd voru bólgnir fingurnir glenntir út
í loftið; þeir voru bláhvítir í dag. En í hinni hélt hún á
einu pari af drengjaskóm, kreppti höndina utan um sam-
anbundnar reimarnar. Það voru fínir drengjaskór og hún
hafSi tekiÖ þá meS sér út í eilífðina, ef ske kynni, aS hún
fyndi þar son sinn skólausan. Á barmi hennar höfðu
nokkrir litlir kuðungar orðið fastir, líkt og skart. Annað
augað horfði vatnsblátt og skilningslaust beint upp í him-
ininn, líkt og spurn þess hefði frosið til eilífðar í hale-
lújai páskanœturinnar, en hitt augað og önnur kinnin var
þakið sandi, því að sú hliðin hafði vitað niður, þegar henni
flotaði upp, en nú hafði einhver leitarmanna velt henni
upp í loft. Yfir nefi og munni lá fagurbrúnt þangblað.
Einhver lyfti því frá og þá kom í ljós galopinn munnur-
inn með hinum svörtu tannbrotum í efra gómi, en að öðru
leyti fullur af sandleðju, sömuleiðis nasirnar. Hárið var
sömuleiðis svartmatað af sandi, rusli, litlum kuðungum og
smáum kvikindum úr fjörunni, en það hafði enn ekki rakn-