Skírnir - 01.01.1956, Síða 197
Skímir
Wolfgang Amadeus Mozart
195
Foreldrar
tónskáldsins.
Leopold Mozart var aðfluttur til Salzburg.
Hann var fæddur í Augsburg, og var faðir
hans bókbindari. Hann stundaði nám um tíma
við háskólann í Salzburg og hlaut allgóða menntun, eftir því
sem títt var um menn af hans stétt. En brátt tók tónlistin
hug hans allan. Hann vakti á sér athygli með tónsmíðum
sínum, og 1743 var hann ráðinn fiðluleikari í hljómsveit erki-
biskupsins. Hann mun hafa verið góður tónlistarmaður, eink-
um fiðluleikari, og er kennslubók hans í þeirri grein enn í
dag talin merkilegt rit. Hann mun hafa verið strangur mað-
ur nokkuð og siðavandur, en góður heimilisfaðir, skylduræk-
inn og trúhneigður.
Konu hans, Önnu Maríu, er þannig lýst, að hún hafi ver-
ið elskuleg kona í viðmóti, lífsglöð og bjartsýn, en ekki þrek-
mikil. Hún var alin upp við þröngan kost, missti föður sinn,
er hún var á fimmta ári. Hann hafði um tíma verið tónlist-
armaður í Salzburg, áður en fjölskyldan fluttist til St. Gilgen.
Sambúð þeirra hjóna, Leopolds og Önnu Mariu, var alla tíð
með ágætum og ástríki mikið milli foreldra og barna.
Börnin tvö, sem upp komust, voru bæði
gædd óvenjulegum tónlistargáfum, svo sem
brátt kom í ljós. Nannerl var 5 árum eldri en
Wolfgang. Þegar hún var orðin 8 ára, fór faðir hennar að
segja henni til í tónlist, en Wolfgang litli, sem var aðeins
þriggja ára, var á næstu grösum og fylgdist vel með öllu.
Áhugi hans var svo mikill, að faðir hans fór um þetta leyti
að kenna honum litla menúetta og önnur smálög, og kom þá
einnig fram frábært tónminni barnsins. Brátt fór hann að
semja sams konar lög sjálfur og setja þau á pappír, fyrst með
aðstoð föður síns, en síðan hjálparlaust. Ótal sögur um undra-
gáfur Mozarts eru til frá þessum árum, en heimildimar mis-
jafnlega trúverðugar. Fyrstu tónverk hans, sem varðveitzt
hafa, eru talin vera frá því hann var 6 ára. Þetta eru smálög
fyrir sembal, mjög einföld að gerð, en sýna þó ljóslega þann
óvenjulega þroska, sem tónlistargáfa hans hefir þá þegar náð
Leopold Mozart var fátækur maður eins og flestir stéttar-
bræður hans á þessum tímum. Það mun því ekki hafa verið
Fyrstu kynni
af tónlist.