Skírnir - 01.01.1956, Síða 249
Skirnir
Island þjóðveldistímans og menning
247
vilja til slíks. Það er ekki mikill munur á náttúruskilyrðum
Eystri og Vestri byggðar á Grænlandi og íslenzkra byggða,
t. d. á Vestfjörðum, en hvílíkur reginmunur er ekki á því,
hversu miklu betur Eskimóarnir hafa aðlagazt náttúruskil
yrðum síns lands um lifnaðarhætti, klæðnað o. s. frv. en
íslendingar. Þessi skortur á aðlögun reið Islendingum á
Grænlandi að fullu og hafði næstum komið þeim á kné á Is-
landi. fslendingar lærðu aldrei að klæðast almennilega gegn
kulda eða regni. Skófatnaður þeirra var auvirðilegri en flestra
ef ekki allra annarra þjóða, er byggja köld lönd. Á öldum
hungurs og harðréttis komust þeir ekki einu sinni upp á að
éta ýmislegt af því, sem ætilegt var í landinu, og veiðitækni
þeirra var ekki til að guma af. Auðvitað má benda á ýmis
dæmi aðlögunar, bæði að skilyrðum landsins í heild og sér-
stæðum skilyrðum einstakra héraða, þessa gætir t. d. í húsa-
byggingum. 1 melgresissveitum Vestur-Skaftafellssýslu byggðu
menn hús með stráþökum. f öræfum, þar sem gott er um
grjóthellur og úrkoma mikil, hellulögðu menn þök, svo að
vatnsþétt urðu, á Vestfjörðum, þar sem nóg var um rekavið,
byggðu menn eins konar bjálkahús o. s. frv. En þetta riftir
eigi þeirri staðreynd, að heildarlega séð var verkmenning
landsins aldrei verulega þjóðleg í þeirri merkingu, að hún að-
lagaðist að fullu íslenzku nmhverfi.
En samtímis skeður það merkilega, að andleg menning
landsins mótast svo af sínu umhverfi, að ávextir hennar fá,
þrátt fyrir greinileg erlend áhrif, svip og sérkennileik, sem
ekki er hægt að nefna annað en íslenzkan. Það var ekki með
verklegri menningu, heldur með andlegri, sem þjóðin skap-
aði sér tilverurétt í þessu annarlega landi.
Og hér með slæ ég botn í þessar næsta sundurlausu hug-
leiðingar. Ég hefi, eins og ég gat um í upphafi máls mins,
viljað sem landfræðingur og jarðfræðingur benda á nokkrar
staðreyndir, sem mér virðast skipta máli, er skýra skal ís-
lenzka menningu, tilkomu hennar og þróun. En mér er það
auðvitað ljóst, að um listaverk eins og beztu fornsögur vorar
og önnur listræn verðmæti, sem hér voru sköpuð, hrekkur
það ekki langt til skýringar að draga fram nokkrar staðreynd-