Skírnir - 01.01.1956, Blaðsíða 234
232
Jón Þórarinsson og Ámi Kristjánsson
Skímir
jafnframt því sem hann vann að óperunum tveimur, sem áð-
ur voru nefndar. Síðar kom í ljós, að maður þessi var sendi-
maður Walseggs nokkurs greifa, sem þekktur var að því að
láta flytja verk ýmissa tónskálda undir sínu nafni. En Mozart
vissi aldrei, hver hafði falið honum að semja sálumessuna.
Það sótti að honum þunglyndi, og þótti honum stundum, sem
hinn dularfulli ármaður greifans mundi hafa verið sendiboði
dauðans sjálfs og hann væri að semja sitt eigið Requiem:
„Heiðraði herra!*)
Ég vildi hlýða ráðum yðar, en hvernig á ég að fara að
því? Ég er svo ringlaður, að ég þekki varla sjálfan mig.
Mér er ómögulegt að gleyma ásýnd hins ókunna manns.
Ég sé hann alltaf fyrir mér, hann biður, leggvir fast að
mér, að stundin nálgast, og ég er þess albúinn að deyja
Ég vinn að því, það þreytir mig minna en að sitja auð-
um höndum. — Annars óttast ég ekkert. Ég finn það á
mér, að stundin nálgast og ég er þess albúinn að deyja.
Líf mitt er á þrotum, áður en ég fengi að njóta til fulls
hæfileika minna. Samt var það fagurt og virtist brosa við
mér í upphafi vegar. En enginn getur sín forlög flúið, og
enginn ræður sjálfur ævidögum sínum. Við verðum að
sætta okkur við það, sem koma skal. — Hér læt ég staðar
numið. Sálumessan bíður mín. Henni verður að ljúka.“
Síðasta daginn, sem Mozart lifði, 4. desembei
1791, lét hann færa sér nóturnar að Sálumess-
ævistundir. . . ,
unm, sem ems og aður segir var olullgerð, þar
sem hann lá rúmfastur, og söng hann ásamt nokkrum
vinum sínum kafla úr verkinu. En þegar kom að þættinum,
sem hefst með orðunum Lacrymosa dies illa, varð honum
ljóst, að hann mundi aldrei ljúka þessu verki, og lét hann
þá bugast með öllu. Lét hann þá kalla til sín nemanda sinn
Sússmayer2) og sagði honum fyrir um, hvernig ljúka skyldi
verkinu, og lauk Sussmayer því, að meistara sínum látnum,
eftir þessum leiðbeiningum og uppköstum, sem fyrir lágu.
1) Bréfið er dagsett í sept. 1791 og að líkindum til Lorenzo da Ponte.
2) F. X. Siissmayer (1766—1803), austurrikst tónskáld.