Skírnir - 01.01.1956, Blaðsíða 222
220
Jón Þórarinsson og Ámi Kristjánsson
Skímir
En Mozart segir um Clementi:
„ ... Þá er það hann Clementi. Hann er duglegur sem-
balisti, og er þá allt sagt. . . . Hann er eins og vél. Keisar-
inn gaf fyrirskipun um, að hann skyldi byrja að leika og
tilnefndi „La santa chiesa catholica“ sem stef, af því að
Clementi er Rómverji. Hann lék forleik og síðan sónötu.
Því næst sagði keisarinn við mig: Allons, og af stað! Ég
lék forleik og síðan tilbrigði . . . Því næst lékum við sam-
an á tvö klaver. .. ,“1)
Síðar skrifaði Mozart systur sinni:
„ . . . Clementi er loddari eins og allir ftalir. Hann skrif-
ar presto, jafnvel prestissimo og alla breve, en leikur
allegro í fjórskiptum takti. Ég hefi heyrt hann gera það.
Hið eina, sem hann kann, er að leika runur af þríund-
um, en þær hefir hann æft í London, daga og nætur.
Annars hefir hann ekkert — ekki agnar ögn — til síns
ágætis, hvorki smekk né skilning og enn síður tilfinn-
“ 2)
Eftir að Mozart gekk úr þjónustu erkibiskups-
ins, settist hann að hjá Weberfjölskyldunni frá
sem nú hafði flutzt til Vínar og bjó í húsi því,
sem nefnt var „Zum Auge Gottes“. Faðir hans hafði illan
bifur á þessari búsetu, og til að þóknast honum fluttist Wolf
gang í annað hús. En hann saknaði brátt þeirrar aðhlynn-
ingar, sem hann hafði notið á heimili Weberfólksins, og nú
skrifar hann föður sínum, að „líf ókvænts manns sé í raun-
inni aðeins hálft líf“. Hann ákveður að kvongast, og hin út-
valda er Konstanza, systir Aloysíu, sem hann hafði verið
ástfanginn af í Mannheim. Hann skrifar föður sínum:
„ . . . Hvergi hefi ég kynnzt jafnólíkum systrum. Sú elzta
er löt brussa og undirförul, slæg eins og refur. Frú
Lange3) er fölsk og illgjörn léttúðardrós. Sú yngsta er
enn of ung til að vera nokkuð sérstakt. Hún er gæða-
skinn, en fremur heimsk. Forði guð henni frá því að
verða dregin á tálar. En sú í miðið — Konstanza min
elskuleg —■ er píslarvottur fjölskyldunnar, og máske af
1) 16. janúar 1782, til föðurins. 2) 7. júni 1783. 3) þ. e. Aloysía.
mgu .
Kvonfang.
Mannheim