Skírnir - 01.01.1956, Blaðsíða 93
Skímir Um merkingu matsorða og hlutverk siðfræðinga 91
um dýrsins og sambandinu milli þeirra, mundi þá vera skil-
greining á hesti. Við getum ekki á þennan hátt skilgreint
það, sem við eignum hlutum með því að kalla þá rauða.
Hér er um eiginleika að ræða, sem ekki hefur aðgreinanlega
hluta, og sömu sögu er að segja um það, sem við eigum við
með orðinu „góður“. Ef við nú gerum ráð fyrir, að „rautt“
og „gott“ merki „einfalda“; óskilgreinanlega eiginleika, rek-
um við okkur þó fljótt á athyglisverðan mismun á merkingu
þessara orða, mismun, sem virðist benda til þess, að eigin-
leikinn, sem „gott“ merkir, tilheyri hlutum á allt annan hátt
en litir.
Ef sagt er, að annað af tvennu sé gott, en hitt sé það ekki,
er ætíð réttlætanlegt að spyrja, hver munurinn sé, sem styðji
þessa skoðun. Ef svarað er, að enginn munur sé á hlutunum
annar en sá, að annar sé góður, en hinn sé það ekki, yrðum
við dálitið hissa. Eftirfarandi samtal sýnir kannske betur,
hvað við er átt:
Björn: Ég skal gefa þér annan hnífinn minn. Hvorn þeirra
vilt þú?
Jón: Mér er alveg sama, því að þeir eru nákvæmlega eins.
Björn: Það er nú mesti misskilningur, því að annar er góð-
ur hnífur, en hinn er það ekki.
Jón: Þeir eru þó báðir af sömu gerð, keyptir í sömu verzlun
á sama tíma. Bítur annar kannske betur en hinn?
Björn: Nei, þeir bíta báðir jafnvel, enda er sams konar stál
í þeim. Þú getur hætt þessum kjánalegu spurningum, Jón
minn, því að eini munurinn á hnifunum er sá, að aðeins ann-
ar þeirra er góður.
Líklegt er, að Jón gefist nú upp, því að Björn er annaðhvort
að draga dár að honum eða veit ekki, hvað orðið „góður“
merkir. Ef við á hinn bóginn segjum, að tveir hnifar séu eins
að öðru leyti en því, að aðeins annar þeirra hafi rautt skaft,
vitum við strax, hvað átt er við. Það er engin ástæða til að
ætla, að annar munur sé á þeim. Við mundum á sama hátt
skilja, hvað við væri átt með því að segja, að tveir menn séu
eins að öllu öðru leyti en því, að annar sé svartur. Hins
vegar væri fáránlegt að halda því fram, að tveir menn hafi