Skírnir - 01.01.1956, Blaðsíða 226
224
Jón Þórarinsson og Árni Kristjánsson
Skímir
„Ekkert hefir verið fullkomnara en sá sigur, sem Mozart
vann með „Brúðkaupi Fígarós“, og er hin gífurlega að-
sókn að mörgum sýningum til marks um það. Þegar á
fyrstu hljómsveitaræfingu var hrifningin alger, og þegar
Benucci (sem fór með hlutverk Fígarós) söng fullum
hálsi „Cherubino, alla vittoria, alla gloria militar“, var
sem rafstraumur færi um alla viðstadda, og allir hróp
uðu einum rómi, söngvararnir á sviðinu og hljóðfæraleik-
aramir í hljómsveitarstúkunni: „Bravo! Bravo, Maestro!
Viva, viva, grande Mozart!“ Mér fannst hljómsveitar-
mennirnir aldrei ætla að hætta að láta í ljós fögnuð sinn
með því að slá fiðlubogunum í nótnapúltin.“
Og um Mozart segir hann:
„Ég mun aldrei gleyma hinu fíngerða og fjörlega and-
liti hans, þegar geislar snilligáfunnar lýstu af því, — það
er jafnógerlegt að lýsa því eins og það mundi vera að
mála sólargeisla."1)
En þrátt fyrir þennan mikla listasigur var lífsaf-
koma Mozarts jafnóviss og áður. Um þessar mundir
hvarflaði stundum að honum að leita til Englands í von um,
að þar kynni að vera betra til bjargar, en faðir hans latti
hann þess jafnan. En nú var honum boðið til Prag til þess
að sjá með eigin augum þær viðtökur, er „Fígaró“ fengi þar í
horg, og fagnaði hann þessu mjög. Báðar óperurnar, „Konu-
ránið“ og „Brúðkaup Figarós", voru teknar til sýningar í
Prag, þegar eftir að þær höfðu verið frumsýndar í Vín. Þess-
um móttökum lýsir hann þannig í fyrsta bréfinu frá Prag:
„Eina umræðuefnið hér er — Fígaró; ekkert er spilað,
sungið eða flautað nema — Fígaró; enginn vill sjá neina
óperu nema — Fígaró; eilíflega Fígaró!“2)
í Prag hélt Mozart tvenna tónleika við sömu hrifningu;
auk þess var hann ráðinn til að semja óperu sérstaklega fyrir
Prag, og þótti honum hann hafa gert góða ferð þangað. En
þegar hann kom til Vínar aftur eftir þessar ágætu móttökur,
fannst honum aðstaða sín þar óbærilegri en nokkru sinni fyrr,
1) Michael Kelly: Reminiscences (Endurmiimingar).
2) Til vinar hans, Gottfried von Jacquin, 15. jan. 1787.
Prag.