Skírnir - 01.01.1956, Blaðsíða 89
Skírnir Um merkingu matsorða og hlutverk siðfræðinga 87
engin spurning hafi verið borin fram. Við verðum að vera
minnug þessa, en vonandi skilst nú, hvað átt er við með því
að gera mun á forskriftum og lýsingum.1)
Lesandinn kann nú að malda í móinn. Spyr ekki Plató í
Ríkinu, hvað réttlætið sé? Er hann ekki í leit að lýsingu á
eðli þess, sem orðið „réttlæti“ merkir? Sumir spyrja, hvað
skriðjökull sé, aðrir vilja vita, hvað sólmyrkvi sé. Svarið við
spurningum um eðli þessara hluta er lýsing, og svarið við
spurningunni um eðli réttlætisins er af nákvæmlega sama tæi.
Allar spurningar, sem hafa formið — hvað er x?—, eru að
sjálfsögðu réttilega greindar í setningarhluta á nákvæmlega
sama hátt, og sama máli gegnir um svörin við þeim — x er y.
Ættarmótið með spumingum um eðli réttlætisins og sól-
myrkva er þó villandi, því að síðari spurningunni er fullsvar-
að með lýsingu á fyrirbæri, sem staðfesta má með athugun-
um, en fyrri spurningunni er ekki fullsvarað, nema spyrjand-
inn verði nokkru nær um það, hvemig hann eigi að haga
lífi sínu. Plató taldi, að mannlífið gæti ekki náð fullkomnun,
nema menn lifðu í algóðu þjóðfélagi. 1 Ríkinu setur hann
fram kenningar sínar um það, hvaða skilyrðum þarf að full-
nægja, svo að þessu takmarki verði náð.
Lesandinn hefur enn fullan rétt til að tortryggja þessa rök-
semdafærslu. Hann getur bent á, að Plató taldi svarið við
spumingunni um eðli réttlætisins vera lýsingu á því, sem á sér
raunverulega tilvist. Hann dregur upp mynd af hinu full-
komna ríki, og getur því lýsing hans verið sönn, þótt enginn
hafi nokkurn tímann lifað í slíku ríki. Hvar er þá þetta ríki,
sem við kynnumst í verki Platós? Það á sér tilvist í heimi
formanna utan rúms og tíma, en Plató taldi, að náttúran
endurspeglaði2) á meira eða minna ófullkominn hátt heim
1) Á enskri tungu er þessi munur dreginn með orðunum „prescript-
ive“ og „descriptive". Lögin í landinu eru „prescriptive", forskriftir, en
er við setjum fram lögmál náttúrunnar, er um „description" eða lýsingu
að ræða.
2) í verkum Platós er að finna ýmsar kenningar um sambandið milli
formanna og náttúrufyrirbæra. Sögnin „endurspegla" gæti því verið vill-
andi. Sjá Parmenideo eftir Plató.