Skírnir - 01.01.1956, Blaðsíða 240
238
Sigurður Þórarinsson
Skímir
landfræSilegar breytingar en víðast annars staðar á jörðinni
á þessum þúsund árum. En þó þessar breytingar, sem aðal-
lega hafa orðið af völdum náttúruhamfara, séu mjög áber-
andi, má ekki ofmeta þýðingu þeirra, aðrar og meir hægfara
breytingar hafa orðið afdrifarikari, og að verulegu leyti var
ísland, sem umhverfi mannvistar, svipað fyrir þúsund árum
og það er enn. Við skulum fyrst athuga loftslagið, þýðingar-
mesta þáttinn í landfræðilegu umhverfi allrar mannvistar.
Enda þótt loftslagið hafi verið breytingum háð, eins og brátt
mun að vikið, er það staðreynd, að þegar Island byggist, var
loftslag þar, eins og enn í dag, mjög nærri takmörkum þess,
að landið sé byggilegt hvítri þjóð, sem lifa vill menningarlífi,
sambærilegu við aðrar þjóðir Norðvestur-Evrópu. Heildarlega
séð er loftslag landsins kaldtemprað úthafsloftslag, en stund-
um færist suðurjaðar arktíska hafíssins milli Jan Mayen og
Grænlands svo langt suður á bóginn, að hann liggur upp að
ströndum landsins mánuðum saman, og við ber, að hann sé
landfastur sumarlangt. Landið verður þá raunverulega ark-
tískt land.
Við vitum með vissu, að hafísár komu fyrir á þjóðveldis-
tímanum, þótt ekki væru þau þá eins tíð og síðar varð. Gróð-
ursvæði hálendisins voru þá, sem nú, mjög nærri því að vera
freðmýrar (túndra). Hin byggðu svæði voru þá, sem nú,
það sem landfræðingar kalla pioneer fringe, svæði, sem jaðra
við hið óbyggilega, en á slíkum landsvæðum þola gróður og
dýralíf illa ágang manna og húsdýra og eru næm fyrir
loftslagsbreytingum.
Tvær eru þær afleiðingar íslenzks loftslags, sem öðrum
fremur gera landið, sem umhverfi mannvistar, ólíkt þeim
löndum, sem innflytjendurnir fluttust frá. önnur er sú, að
kornyrkja gat aldrei orðið undirstöðuatvinnuvegur íslenzkra
bænda, en innflytjendurnir komu flestir úr löndum, þar sem
komyrkja var undirstöðuatvinnuvegur. Fyrsta verk innflytj-
endanna, er hingað kom, var að brjóta land og sá korni,
stundum eftir að hafa sviðið land, eins og tíðkazt hafði í
heimahögum þeirra. Frjógreining hefur leitt í Ijós, að land-
námsmenn hafa reynt að rækta hafra, en þeir hafa fljótt