Skírnir - 01.01.1956, Blaðsíða 236
234
Jón Þórarinsson og Árni Kristjánsson
Skímir
messunni, og skýrði Mozart fyrir honum, hvemig hann
hefði hugsað sér að gengið yrði frá því að honum látnum.
. .. Læknisins, dr. Closset, var lengi leitað og fannst
loks í leikhúsinu; en hann vildi ekki koma fyrr en sýn-
ingunni væri lokið. — Þá kom hann og fyrirskipaði
kalda bakstra á sóttheitt höfuð Mozarts, en honum varð
svo mikið um, að hann hné í ómegin og komst ekki til
meðvitundar eftir það, áður en hann skildi við. Hið síð-
asta, er hann gerði í þessu lífi, var að blása út kinnamar,
eins og hann vildi reyna að líkja eftir lúðmmun i Sálu-
messunni. Ég heyri það enn fyrir minu innra eyra. ..
Einni stundu eftir miðnætti þessa nótt var Wolfgang Ama-
deus Mozart látinn.
Allar frásagnir af Mozart, bréf hans og aðrar heimildir,
benda til þess, að persónuleiki hans hafi verið óvenju-heill-
andi, og þannig orkar hann enn á þá, sem sokkva sér niður
í verk hans og kynna sér æviferil hans. Hann hreifst auð-
veldlega eins og bam og var félagslyndur og mannblendinn
að eðlisfari. Fyrir kom, að ókunnugir þykktust við einurð
hans og hreinskilni, og dómar hans um menn og málefni
gátu verið allskorinorðir, ef því var að skipta. Þessa mun
hann einatt hafa orðið að gjalda meðal starfsbræðra sinna,
sem öfunduðu hann auk þess af gáfum hans og snilld. En
að baki orðum hans leyndist jafnan bamsleg einlægni og
innilegt lítillæti, þótt hann að vísu gengi ekki dulinn hæfi-
leika sinna.
Ef til vill hefir enginn maður hlotið náðargáfu tónlistar-
innar jafnríkulega í vöggugjöf. Það er sífellt undmnarefni
þeim, sem kynna sér verk Mozarts, hvernig nokkur mann-
legur máttur gat fengið sliku stórvirki áorkað á aðeins 35
árum, oft við hin verstu skilyrði. Og segja má, að í þessum
sjóði finnist stöðugt nýjar gersemar. Mozart átti að vísu því
láni að fagna að hljóta áheyrn samtíðar sinnar, þótt launin
yrðu ekki eftir því. En síðan hafa verk hans hækkað í metum