Skírnir - 01.01.1956, Side 51
Skirnir
Huglægni og hlutlægni
43
undurinn sjálfur, sem talar fyrir munn blinda mannsins. En
manni finnst þetta varla rjúfa hina listrænu blekkingu, því
að maðurinn er nafnlaus, spámannsrödd, sem beint er til
framtíðarinnar.
Nokkuð öðruvísi er því farið um annað sambærilegt dæmi.
Jón Hreggviðsson hefir fengið vinnumannsstöðu hjá Arnas
Arnæus í Kaupmannahöfn og lendir dag nokkurn í samræð-
um við sína dönsku húsmóður. Hún þaulspyr hann í afbrýði
sinni um Snæfríði Bjömsdóttur, leitar m. a. frétta um það,
hvernig hún sé búin:
Hvurnin búin? Með gullband um sig miðja þar rauður
loginn brann, kona góð. Hún er klædd einsog álfkonan
hefur altaf verið klædd á íslandi. Hún kemur bláklædd í
gulli og silfri þángað sem einn svartur morðhundur ligg-
ur barinn. Og þó var hún best klædd þegar búið var að
færa hana í grodda og stórgubb af húsgángsstelpum og
hórkonum, og horfði á Jón Hreggviðsson þeim augum sem
munu ríkja yfir Islandi þann dag sem afgángurinn af ver-
öldinni er fallinn á sínum illverkum. (III, 145—146).
Kaflinn endar á þessu svari, enda er erfitt að hugsa sér
framhald á samtalinu, eftir að það hefir risið í þessa hæð.
En þetta ljóðræna orðalag gæti virzt dálítið óeðlilegt í munni
Jóns Hreggviðssonar, því að lesandinn hefir kynnzt honum
í sögunni sem harðgerðum og meinslægum skelmi. Pontus-
rímur eldri láta honum betur.
Halldór hefir alltaf sýnt, að honum er þörf að brjóta af
sér viðjar sinnar eigin persónu, að gleyma sjálfum sér í til-
beiðslu, í baráttunni fyrir hugsjón. Hann hefir gefið sig
guðsdýrkuninni á vald, gert mál hins kúgaða að sínu máli
og mál þjóðarinnar, sem berst fyrir frelsi sinu. En hann hefir
líka viljað gleyma sér í list sinni, í ofstækisfullri einbeitingu
að listrænni vinnu. Eins og skáldið Ólafur Kárason hlýtur
skapari hans Halldór Kiljan Laxness að hafa lifað stundir —•
eins og segir í Fegur'5 himinsins, — þegar „mannlífið er auka-
atriði, næstum ekki neitt. Fegurðin er hið eina sem skiftir
máli, og í rauninni á skáld eingar skyldur við neinn, nema
hana.“ (31). Slík hugsjón getur virzt harðneskjuleg, næstum
4