Skírnir - 01.01.1956, Blaðsíða 83
Skírnir
Hugleiðingar um merkingar orða
81
strákurinn er stór og maðurinn er stór, getur stór í fyrri setn-
ingunni merkt 150 sm, en 185 sm í síðari setningunni. Sýni-
legt er, að hér er nokkur sveigjanleiki í miðamörkum orðs-
ins stór. Og menn geta notað orðið, í hvorri setningunni sem
er, án þess að hægt sé að bera þeim á brýn „a lack of know-
ledge of the range of the word“ („skort á þekkingu á merk-
ingarmörkum orðsins“). Einnig mætti taka sem dæmi setn-
inguna báÖar stúlkurnar eru í grœnum kjólum. Þó að stúlk-
urnar séu báðar í grænum kjólum, geta þeir þó verið býsna
ólíkir á litinn. Þetta sýnir, að merkingarmörk orðsins grœnn
eru sveigjanleg, en ekki væri hægt að ásaka þann, sem notaði
orðið grænn á þennan hátt fyrir „lack of knowledge concern-
ing the referent“ („skort á þekkingu á merkingarmiði“).
Hins vegar er ekkert fullyrt um það, nema þekkingarskortur
af þessu tæi geti haft það í för með sér, að menn noti orð
ranglega. En það er efni, sem tæpast varðar merkingarfræði.
Langsamlega flest orð hafa óglögg merkingartakmörk, jafn-
vel þau er sízt mætti búast við að óathuguðu máli. Á ég þá
við, að þau orð, sem einkum verður að telja, að hafi hug-
tæka merkingu, þó að þau geti í sumum samböndum haft
geðtækan blæ, hafa oft sveigjanleg merkingartakmörk, svo
að erfitt er að ákveða þau.
VIII
Erdmann tekur til athugunar merkingu orðsins ÞjóSverji
í Die Bedeutung des Wortes. Við skulum taka orðið Islend-
ingur til athugunar á sama hátt. Ætla mætti, að það orð hefði
mörgum fremur skýr og glögg takmörk, en fjarri fer, að svo
sé. Til þess að vera kallaður Islendingur þarf einkum þremur
skilyrðum að vera fullnægt. Þessi þrjú atriði eru sem hér segir:
1. íslenzkur ríkisborgararéttur,
2. íslenzkt ætterni,
3. íslenzkt móðurmál.
Ef einhver fullnægir öllum þessum skilyrðum, leikur eng-
inn vafi á því, að hann er íslendingur. En oft er orðið Islend-
ingur notað um mann, sem aðeins fullnægir einu þessara
skilyrða. Ég hefi heyrt menn, sem erlendir eru að ætterni og
6