Skírnir - 01.01.1956, Blaðsíða 48
46
Peter Hallberg
Skírnir
Jóni Hreggviðssyni brá ekki við fyrstu höggin, en við
fjórða og fimta högg hljóp í skrokkinn stjarfi svo geingu
upp á honum endarnir og vatnaði undir fótleggi, andlit
og ofanvert brjóst, en þúngi mannsins hvíldi á spentum
kviðnum, hnefarnir kreptust, fætumir réttust fram í ökl-
anum, liðir stirðnuðu og vöðvar hörðnuðu; það sá í iljar
manninum að hann var í nýstögluðum skóm. (23—24).
Atriðið um iljarnar og skóna, — sem bætt hefir verið við
í öðru handriti, — gerir myndina áþreifanlegri.
Af næmri listrænni íhygli er hverju einkenninu á fætur
öðru bætt við útlit böðulsins Sigurðar Snorrasonar, meðan
hann býr sig undir verk sitt; lýsingin er ekki kyrrstæð, held-
ur lipurlega löguð að atburðarás sögunnar: „Hann tók upp
ólar sínar úr skjatta og strauk þær virðulega og af nákvæmni
og reyndi sköftin ábyrgðarfullur meðan beðið var eftir sýslu-
manni og þíngvitnum, — hann hafði feitar hendur bláar og
hreistraðar, með annöglum.“ (20—21). Þegar hann taldi sig
hafa samúð áhorfenda, leit hann brosandi í kringum sig:
„Hann var smátentur og gleitt milli, en mikið tannhold bert.“
(22). Þessi einkenni — sem eru svo mikilvægur þáttur í
heildarmynd böðulsins, — eru ekki í fyrsta handritinu, eri
koma í næsta. Frumlegasta einkunnarorðið um hendurnar -—
hreistraSar — kemur ekki fyrr en í þriðju, vólrituðu gerðinni.
fJ. Myndræn áhrif í Sölku Völku, huglægni í Islands-
klukkunni. Samræmi milli kröfunnar um siðferði
og fegurð.
Þau dæmi um „myndræn áhrif“, sem hér hafa verið rak-
in úr Islandsklukkunni, eru ef til vill hvert í sínu lagi ekki
sérlega athyglisverð. Svipuðum dæmum mætti ef til vill safna
úr eldri verkum Halldórs og úr ritum margra annarra skáld-
sagnahöfunda fyrr og nú. Baggamuninn ríður sú samkvæmni,
sem höfundurinn hefir beitt til þess að ná skýrum útlínum,
sjónrænum áhrifum. Tilvitnanirnar í hið fullgerða verk ásamt
dæmunum frá verkinu á fyrri stigum þess ættu að hafa leitt
í ljós, að höfundur Islandsklukkunnar hefir lagt mikla rækt