Skírnir - 01.01.1956, Blaðsíða 230
228
Jón Þórarinsson og Árni Kxistjánsson
Skímir
Síðasta
langferðin.
í lok janúar 1790, en skömmu siðar veiktist keisarinn og lézt
eftir fáar vikur, Og þótti þá ekki viðeigandi að halda áfram
sýningum á þessari gamansömu óperu.
Tónlistarmenn höfðu lítils góðs að vænta af nýja keisar-
anum, Leopold II., og lífsafkoma Mozarts fór ekki hatnandi.
Um þetta leyti sótti hann um stöðu aðstoðarhljómsveitar-
stjóra við hirðina, en fékk ekki. Nokkru síðar var hann skip-
aður aðstoðarmaður hljómsveitarstjóra við Stefánskirkjuna —
„án launa fyrst um sinn“.
Síðustu langferð sína frá Vín fór Mozart til
Frankfurt í tilefni af krýningu Leopolds keis-
ara, sem þar fór fram. Hann var einmana i
þessari ferð og skrifar konu sinni:
„ . . . Ég hlakka eins og bam til að koma heim til þín. —
Ef menn gætu skyggnzt inn í hjarta mitt, yrði ég næst-
um því að fyrirverða mig. Allt er svo kalt, — ískalt. Ef
þú værir hjá mér, myndi ég ef til vill kunna að meta
vinarhót manna hér við mig. En eins og er, virðist allt
svo tómlegt. .. A1)
Hann kom til Mannheim og Miinchen og var enn sem
fyrr vel tekið, en ánægja hans yfir vingjarnlegum móttökum
var ekki lengur hin sama og áður.
Skömmu eftir heimkomuna til Vínar kvaddi hann bezta
vin sinn, og ef til vill hinn eina, sem skildi hann til fulls,
Joseph Haydn, sem nú var að fara til Lundúna. Fundum
þeirra bar aldrei saman eftir þetta.
. Mozart hafði nú á 9 árum samið nærri
ozai t >s'i 200 tónverk. stór og smá. Og um þetta leyti
, sknfar hann eftirfarandi bref, sem varpar
skýru ljósi á vinnubrögð hans, er hann starf-
aði að tónsmíðum, og sýnir jafnframt þá erfiðleika, sem hann
átti við að stríða:
„Ég kyssti hréf yðar af fögnuði, margsinnis. En þér
hefðuð ekki átt að hrósa mér, eins og þér gerið. Eyru
mín þola að vísu slíkt, en augun síður. Þér hafið ofurást
á mér, góðu vinir; en ég á það ekki skilið, og tónsmíðar
1) Frankfurt am Main, 30. sept. 1790.