Skírnir - 01.01.1956, Blaðsíða 31
Skirnir
Huglægni og hlutlægni
29
hvítasykri“, en uppi á ganginum stóð sonur kaupmannsins
„skrautlegur eins og málverk á bollapari“. (I, 122).
Nokkrar skringilegar myndir koma fyrir í lýsingunni á
J)ví, þegar Sigurlína vitnar á Hernum á Óseyri. Hún biður
Jesúm „að líta ekki á þessar mínar syndir og yfirtroðslur,
heldur metta mína sál á hjálpræði þíns blóðs eins og ung-
barn, sem þiggur dúsu“. (I, 140). Og Toddu truntu dettur í
gremju sinni yfir brennivínsþorsta og fylliríi karlmannanna
í hug mergjuð líking: „En sannlega, sannlega segi ég yður,
að hann er það eina sanna brennivín. Og hver, sem vill drekka
sig drukkinn, hann drekki sig drukkinn í honum.“ (1,30).
Þessar myndir, sem nú síðast hafa verið raktar, liggja að
vísu innan hugmyndaheims alþýðu. Þær eru líka lagðar í
munn sögupersónunum. En um leið sýna þær greinilega við-
leitni höfundarins sjálfs til að ná gamansömum áhrifum. Það
er aðeins stigmunur á þessum líkingum og hinum, þar sem
hugrenningatengsl hans sjálfs koma beinlínis fram, án þess
að gerð sé nokkur tilraun til að dulbúa þær. Til dæmis dreg-
ur hann upp skopmynd af Toddu truntu. Nefið á henni var
uppflennt að framan, segir í sögunni, „og þegar hún lyfti
andliti sínu til Drottins, þá hefði getað rignt beint ofan i
nasirnar á licnni“. Og þegar liún ruddist upp á pallinn til
að vitna, felldi hún um eina trumbu og tvö mandólín: „0,
sú sæla, byrjaði hún, dró seiminn og lygndi aftur augunum
með hendumar krosslagðar á maganum, í sjöunda himni,
eins og ölvaður erkibiskup, sem er látinn í haf á konunglegri
freygátu.“ (1,27). Myndin er vissulega ekki fengin úr um-
hverfinu á Óseyri við Axlarfjörð. Hún er hressilegt skop Hall-
dórs sjálfs og sýnir, að hann sér atburðinn að utan. „Börnin
brúkuðu hroðalegan munnsöfnuð í eldhúsinu af skorti á B-
fjörefnum, þau vom heimsk eins og gróssérar, ófríð eins og
kardínálar.“ (II, 169). Að minnsta kosti geta kardínálar ekki
verið nærtækir til samanburðar á þessuin stað. Orðalagið er
sízt af öllu alþýðlegt.
Um hinn unga jafnaðarmann og verkfallsforingja Arnald
er sagt í sambandi við almennan stjórnmálafund á Óseyri:
Þá gaf Arnaldur merki um, að menn skyldu hætta að