Skírnir - 01.01.1956, Qupperneq 287
Skímir Ritfregnir 285
Hannes Sigfússon: Strandið. Skáldsaga. Heimskringla, Reykjavík
MCMLV.
Marga mun reka minni til þess, er brezkt oliuflutningaskip strandaði
nálægt Reykjavikurhöfn í febrúar 1950 og tuttugu og sjö menn fórust.
Þetta sjóslys er uppistaðan í Strandinu, sem er fyrsta skáldsaga Hannesar
Sigfússonar, en hann hefur lagað efnið til í hendi sér, eins og sjálfsagt er
i skáldsögu. Áður hefur Hannes gefið út tvær ljóðabækur. Hann er í
hópi þeirra ungu skálda, sem vikið hafa frá troðnum slóðum í íslenzkri
Ijóðagerð.
Með þetta söguefni er vissulega vandfarið. Það snýst allt um eina þunga-
miðju: strandið, sem verður árla morguns, og aðdraganda þess nóttina
áður. Kafaldshríð er á, og vitavörður, sem hefur verið að vinna að skáld-
sögu á útskaga einum fjarri mannabyggðum, er önnum kafinn við að
hreinsa snjóskán af glerhjálmi vitans. En skammt undan klettóttri strönd-
inni er laskað olíuskip, sem hefur slitnað aftan úr dráttarbáti og hrekur
stjórnlaust, unz það strandar í nágrenni vitans. Söguefnið er þannig tviþætt,
og frásögnin hvarflar til skiptis milli vitavarðarins og skipshafnarinnar. í
upphafi er sagan reyndar ærið óskipuleg, hefst á því að segja frá vita-
verðinum, en síðan eru sagðir ævisöguþættir þriggja Kinverja, sem eru
skipverjar á olíuskipinu. Þá kemur ófullgerð skáldsaga vitavarðarins,
furðulegur samsetningur, sem lýtir bókina að þarflausu og tefur sögu-
ganginn. Eftir þetta fer samhengi sögunnar smám saman að skýrast.
Það verður ljóst, að skipið er statt i sjávarháska, og voveiflegir atburðir
eru boðaðir með lýsingum á óróleika skipverja. Þegar strandið vofir yfir,
lætur skipstjórinn, sem er varmenni — og drukkinn í þokkabót -—, setja
tvo björgunarbáta útbyrðis, skipaða tuttugu og sex mönnum af fimmtíu
manna áhöfn skipsins. Honum er fyllilega ljóst, að þeirra muni biða
bráður dauði, en gerir sér samt vonir um, að einhverjir þeirra kunni að
komast lifs af og geti dregið hina í land á björgunarstól. Aðeins þrir
þeirra bjargast lifandi i land, en björgun hinna, sem eftir urðu á skipinu,
verður með þeim yfimáttúrlega hætti, að þeir ganga einfaldlega eftir
landgöngubrúnni upp á klettabrúnina! Skipbrotsmennirnir halda fljótlega
á braut í fylgd björgunarsveitar, og vitavörðurinn er aftur orðinn einn.
Að vísu fær hann aðstoð við að bera sködduð likin heim að vitanum, en
þau eru orðin úldin og slepjuleg, þegar vörubifreið kemur nokkru síðar
að sækja þau, og vitavörðurinn fær uppköst af viðbjóði. Þessi óvænta
truflun á kyrrlátri einveru hans fær vitaskuld mjög á hann. í lokakafla
sögunnar lýsir hann annarlegu ástandi sínu vorið eftir sem viljalömun,
vantrausti á mannlegum athöfniun eða persónuklofningu. En þama í
bókarlok birtir loks yfir. Þegar hugsunin um samvizkulaust voðaverk
skipstjórans fyllir huga vitavaiðarins taumlausri heift, leitar hann at-
hvarfs hjá nýútspmnginni sóley í varpanum. Honum verður þá aftur
rórra og hyggst skrifa aðra skáldsögu um friðsælt líf í skauti náttúmnnar.